Enrique vill ekki sjá mann eins og Robert Moreno í þjálfarateyminu sínu Anton Ingi Leifsson skrifar 27. nóvember 2019 13:30 Enrique í miðjunni en Moreno er annar frá hægri. vísir/getty Luis Enrique er tekinn aftur við spænska landsliðinu. Robert Moreno stýrði liðinu í júní á þessu ári þangað til í nóvember er tilkynnt var um endurkomu Enrique. Enrique lét af störfum af persónulegum ástæðum en dóttir hans var alvarlega veik. Moreno var áður aðstoðarþjálfari hjá Enrique og tók því við liðinu. Hann kom Spáni nokkuð þægilega á Evrópumótið 2020 en daginn eftir síðasta leikinn í undankeppninni tilkynnti spænska knattspyrnusambandið að Enrique myndi snúa aftur. „Mér líður eins og ég sé að koma aftur heim. Þetta er sérstakur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Enrique. Moreno lýsti yfir óánægju sinni með að mæta ekki á blaðamannafund eftir síðasta leikinn í undankeppninni en þá voru sögusagnirnar byrjaðar að berast út. „Ég er yfirleitt manneskja sem stend fyrir utan allar deilur en mér finnst ég vera neyddur til að gefa skýringu á einu því það er maður sem ég hafði unnið með í mörg ár.“ „Ég er eina ástæðan fyrir því að Moreno er ekki í þjálfarateyminu mínu. Okkur varð á þegar við hittumst á fundi hjá mér 12. september, heima hjá mér. Það er eini dagurinn sem við töluðum saman.“'I don't want anyone like that in my staff' Luis Enrique launches attack at Robert Moreno by claiming he is 'DISLOYAL' after replacing his former No 2 as Spain managerhttps://t.co/Zco4yByYZ0 — MailOnline Sport (@MailSport) November 27, 2019 „Við spjölluðum saman í 30 mínútur og hann vildi stýra liðinu á EM næsta sumar og svo fara til baka í það að verða aðstoðarþjálfari. Á þeim tímapunkti reyndi ég að setja mig í hans spor.“ „Ég skil hann að vilja fá tækifæri lífsins. Ég skil hann að vera metnaðarfullur og það á að hrósa fyrir það en fyrir mér er þetta einnig óheiðarlegt og er galli,“ sagði Enrique. Hann virðist ekki vera sáttur með að Moreno hafi viljað eigna sér velgengnina og stýra liðinu næsta sumar, þrátt fyrir að Enrique væri klár aftur eftir veikindi dóttur sinnar. „Ég vildi koma aftur og hringdi í alla í þjálfarateyminu og bað um þeirra skoðun. Ég hef enga ástæðu til að gagnrýna hann sem atvinnumann. Ég er ekki góði gaurinn í myndinni en ég er heldur ekki sá slæmi.“ Enski boltinn Spánn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira
Luis Enrique er tekinn aftur við spænska landsliðinu. Robert Moreno stýrði liðinu í júní á þessu ári þangað til í nóvember er tilkynnt var um endurkomu Enrique. Enrique lét af störfum af persónulegum ástæðum en dóttir hans var alvarlega veik. Moreno var áður aðstoðarþjálfari hjá Enrique og tók því við liðinu. Hann kom Spáni nokkuð þægilega á Evrópumótið 2020 en daginn eftir síðasta leikinn í undankeppninni tilkynnti spænska knattspyrnusambandið að Enrique myndi snúa aftur. „Mér líður eins og ég sé að koma aftur heim. Þetta er sérstakur dagur fyrir mig og fjölskyldu mína,“ sagði Enrique. Moreno lýsti yfir óánægju sinni með að mæta ekki á blaðamannafund eftir síðasta leikinn í undankeppninni en þá voru sögusagnirnar byrjaðar að berast út. „Ég er yfirleitt manneskja sem stend fyrir utan allar deilur en mér finnst ég vera neyddur til að gefa skýringu á einu því það er maður sem ég hafði unnið með í mörg ár.“ „Ég er eina ástæðan fyrir því að Moreno er ekki í þjálfarateyminu mínu. Okkur varð á þegar við hittumst á fundi hjá mér 12. september, heima hjá mér. Það er eini dagurinn sem við töluðum saman.“'I don't want anyone like that in my staff' Luis Enrique launches attack at Robert Moreno by claiming he is 'DISLOYAL' after replacing his former No 2 as Spain managerhttps://t.co/Zco4yByYZ0 — MailOnline Sport (@MailSport) November 27, 2019 „Við spjölluðum saman í 30 mínútur og hann vildi stýra liðinu á EM næsta sumar og svo fara til baka í það að verða aðstoðarþjálfari. Á þeim tímapunkti reyndi ég að setja mig í hans spor.“ „Ég skil hann að vilja fá tækifæri lífsins. Ég skil hann að vera metnaðarfullur og það á að hrósa fyrir það en fyrir mér er þetta einnig óheiðarlegt og er galli,“ sagði Enrique. Hann virðist ekki vera sáttur með að Moreno hafi viljað eigna sér velgengnina og stýra liðinu næsta sumar, þrátt fyrir að Enrique væri klár aftur eftir veikindi dóttur sinnar. „Ég vildi koma aftur og hringdi í alla í þjálfarateyminu og bað um þeirra skoðun. Ég hef enga ástæðu til að gagnrýna hann sem atvinnumann. Ég er ekki góði gaurinn í myndinni en ég er heldur ekki sá slæmi.“
Enski boltinn Spánn Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Enski boltinn „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Sjá meira