Apple sýnir Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 21:00 Krímskaginn er nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði á Apple Maps og Apple Weather. getty/Justin Sullivan Apple hefur breytt kortum í forritum sínum til að mæta beiðni Rússlands. Nú sýna forrit Apple Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rússneski herinn innlimaði Krímskagann árið 2014 frá Úkraínu en aðgerðirnar hafa verið fordæmdar alþjóðlega. Á Krímskaganum talar mikill meirihluti fólksins rússnesku og er hann nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði samkvæmt Apple Maps og veðurforriti Apple þegar forritin eru opnuð í Rússlandi.Krímskaginn er hluti af Rússlandi í forritum apple.apple mapsForritin sýna þetta ekki þegar þau eru opnuð annars staðar en í Rússlandi. Í tilkynningu frá neðri deild rússneska þingsins, Dúman, segir: „Krímskaginn og Sevastopol sjást núna á Apple tækjum sem hluti af rússnesku yfirráðasvæði.“ Rússland telur Sevastopol sem annað landsvæði en Krímskagann.Apple Maps sýnir ekki landamærin á milli Rússlands og Krímskagans.apple mapsViðræður á milli Apple og Rússlands hafa staðið yfir í nokkra mánuði vegna þess hvernig Krímskaginn er sýndur, sem Dúman segir „rangfærslu.“ Tæknirisinn lagði það upprunalega til að Krímskaginn yrði sýndur sem „óskilgreint“ svæði – hvorki hluta af Rússlandi né Úkraínu.Just checked on my phone, it's true! = Apple has complied with Moscow’s demands to show Crimea, annexed from Ukraine in 2014, as Russian territory. Crimea & the cities of Sevastopol & Simferopol are now displayed as Rus. territory on Apple’s map & weather apps when used in Russia — Will Vernon (@BBCWillVernon) November 27, 2019 Apple hefur ekki tjáð sig um breytingarnar en talsmaður Dúmunnar segir að Apple hafi samþykkt skilyrði Rússlands eftir að hafa verið minnt á að annað væri brot á rússneskum lögum. Google, sem á eitt vinsælasta kortaforritið, sýnir Krímskagann ekki sem hluta af Rússlandi en staðarheiti á skaganum eru skrifuð á rússnesku en ekki úkraínsku þegar forritið er opnað í Rússlandi. Apple Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23 Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Apple hefur breytt kortum í forritum sínum til að mæta beiðni Rússlands. Nú sýna forrit Apple Krímskagann sem hluta af rússnesku yfirráðasvæði. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins. Rússneski herinn innlimaði Krímskagann árið 2014 frá Úkraínu en aðgerðirnar hafa verið fordæmdar alþjóðlega. Á Krímskaganum talar mikill meirihluti fólksins rússnesku og er hann nú hluti af rússnesku yfirráðasvæði samkvæmt Apple Maps og veðurforriti Apple þegar forritin eru opnuð í Rússlandi.Krímskaginn er hluti af Rússlandi í forritum apple.apple mapsForritin sýna þetta ekki þegar þau eru opnuð annars staðar en í Rússlandi. Í tilkynningu frá neðri deild rússneska þingsins, Dúman, segir: „Krímskaginn og Sevastopol sjást núna á Apple tækjum sem hluti af rússnesku yfirráðasvæði.“ Rússland telur Sevastopol sem annað landsvæði en Krímskagann.Apple Maps sýnir ekki landamærin á milli Rússlands og Krímskagans.apple mapsViðræður á milli Apple og Rússlands hafa staðið yfir í nokkra mánuði vegna þess hvernig Krímskaginn er sýndur, sem Dúman segir „rangfærslu.“ Tæknirisinn lagði það upprunalega til að Krímskaginn yrði sýndur sem „óskilgreint“ svæði – hvorki hluta af Rússlandi né Úkraínu.Just checked on my phone, it's true! = Apple has complied with Moscow’s demands to show Crimea, annexed from Ukraine in 2014, as Russian territory. Crimea & the cities of Sevastopol & Simferopol are now displayed as Rus. territory on Apple’s map & weather apps when used in Russia — Will Vernon (@BBCWillVernon) November 27, 2019 Apple hefur ekki tjáð sig um breytingarnar en talsmaður Dúmunnar segir að Apple hafi samþykkt skilyrði Rússlands eftir að hafa verið minnt á að annað væri brot á rússneskum lögum. Google, sem á eitt vinsælasta kortaforritið, sýnir Krímskagann ekki sem hluta af Rússlandi en staðarheiti á skaganum eru skrifuð á rússnesku en ekki úkraínsku þegar forritið er opnað í Rússlandi.
Apple Rússland Úkraína Tengdar fréttir Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30 Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35 Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23 Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Fleiri fréttir Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Sjá meira
Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi. 28. nóvember 2018 07:30
Úkraínska þingið setur herlög Úkraínska þingið samþykkti í kvöld að setja herlög í landinu. 26. nóvember 2018 20:35
Úkraínumenn óánægðir með heimsókn Pútín á Krímskaga Úkraínsk stjórnvöld segja heimsókn Rússlandsforseta til Krímskaga skýrt brot á fullveldi Úkraínu. 24. júní 2017 23:23
Úkraína orðin örugg Útlendingastofnun hefur ákveðið að bæta Úkraínu, að undanskildum héruðunum Donetsk, Luhansk og Krím, á lista yfir örugg ríki. 26. ágúst 2017 06:00