Hvað á fyrirbærið að heita? „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. nóvember 2019 11:00 Jürgen Klopp og leikmenn Liverpool að fagna marki í lok leiksins um helgina. Samsett mynd/Getty/Marc Atkins Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira
Liverpool liðið hefur nú komið til baka í fjórum leikjum á stuttum tíma og það er ekkert skrýtið að menn séu farnir að bera þetta Liverpool lið saman við Fergie-tímann á níunda og tíunda áratugnum. Liverpool er með sex stiga forystu í ensku úrvalsdeildinni eftir leiki helgarinnar en á 86 mínútu leiks liðsins á móti Aston Villa leit út fyrir að liðið færi bara með þriggja stiga forystu inn í stórleikinn á móti Manchester City um næstu helgi. Það boðar kannski ekki gott að Liverpool liðið sé farið að stunda það að bjarga sér fyrir horn en það sýnir jafnframt karakter og styrk að ná því leik eftir leik. Heppni eða hæfileikar, það verður alltaf stóra spurningin.Fergie Time is dead, long live Klopp O'Clock, writes @NeilHumphreys#Fergietime#Liverpool#Klopphttps://t.co/h7SRZThIax — The New Paper (@thenewpaper) November 4, 2019 Margir knattspyrnusérfræðingar eru að velta þessum endurkomum Liverpool liðsins fyrir sér eftir enn eina slíka á móti Aston Villa á Villa Park um helgina. Liverpool skoraði þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótatíma en markaskorarinn Sadio Mane hafði einnig skorða sigurmark á móti Leicester City á fimmtu mínútu í uppbótatíma fyrir ekki svo löngu síðan. Hugtakið Fergie-tími er vel þekkt meðal knattspyrnuáhugamanna enda snéru lið Sir Alex Ferguson oft við leikjum á lokamínútunum á gullaldarárum United liðsins undir stjórn Skotans sigursæla. Fergie-tími var líka tilraun til að lýsa pressunni sem lið Sir Alex setti á mótherja sína þegar liðið þurfti mörk á lokamínútum leikja.James - Forget Fergie time. Liverpool leave it late again to strike in Kloppage time! https://t.co/E7KJ5e8Brwpic.twitter.com/ZNvAJKbk6d — Aston Villa All News (@AVFCAllNews) November 4, 2019 Það er einmitt þessi pressa sem menn sjá svo greinilega í síðustu leikjum Liverpool. Liðið hefur sett allt á fullt í lok leikjanna og það hefur skilað liðinu mörgum stigum og þar með sex stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar. Það væri vissulega auðveldast að breyta bara Fergie-tíma í Klopp-tíma til að búa til viðurnefni fyrir endurkomur Liverpool liðsins í vetur en menn vilja þó vera eitthvað frumlegri en það. Margir pennar hafa velt því fyrir sér hvað þetta fyrirbæri eigi að heita. Tvær skemmtilegustu tillögurnar eru kannski að kalla þetta „Klopp O'Clock“ eða „Kloppage time“ upp á ensku. Báðar eru þetta skemmtilegar útfærslur á enskri tungu sem ensku blöðin munu eflaust nýta sér haldi Liverpool áfram að breyta töpum í jafntefli og sigra.Hér fyrir neðan má sjá aðeins meira um endurkomur Liverpool á leiktíðinni. Endurkomur Liverpool liðsins í ensku úrvalsdeildinni á tímabilinu: 14. september á móti Newcastle - lenti 1-0 undir á 7. mínútu en vann leikinn 3-1 (+ 3 stig) 20. október á móti Manchester United - lenti 1-0 undir á 36. mínútu en náði 1-1 jafntefli (+ 1 stig) 27. október á móti Tottenham - lenti 1-0 undir á 1. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig) 2. nóvember á móti Aston Villa - lenti 1-0 undir á 21. mínútu en vann leikinn 2-1 (+ 3 stig)Mikilvæg mörk Liverpool liðsins í blálokin í nokkrum leikjum á tímabilinu: 90.+5 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Leicester City 85. mín. - Adam Lallana með jöfnunarmark á móti Manchester United 87. mín. - Andrew Robertsson með jöfnunarmark á móti Aston Villa 90.+4 mín. - Divock Origi með jöfnunarmark á móti Arsenal (deildabikar) 90.+4 mín. - Sadio Mane með sigurmark á móti Aston Villa
Enski boltinn Mest lesið Sveindís hrósaði stjörnu Sviss: „Trylltist allt þegar hún kom inn á“ Fótbolti Segir Glódísi algjöra hetju: „Sá bara hversu illa henni leið“ Fótbolti „Hann elskar íslenska stuðningsmenn“ Fótbolti Hroðaleg meiðsli Musiala setja dökkan blett á HM Fótbolti Uppselt á leik Íslands á EM í kvöld Fótbolti Kláruðu óuppgert Evrópueinvígi 65 árum síðar Fótbolti Real Madrid afgreiddi Dortmund að mestu í fyrri hálfleik Fótbolti Þungt högg fyrir Hildi: Styðjum hana og hún verður klár í leik þrjú Fótbolti Dagskráin í dag: Fótbolti, formúla og fleira Sport Sauð upp úr á blaðamannafundi Hollands á EM Fótbolti Fleiri fréttir Óvissan tekur við hjá Hákoni Þrennubikar Man. United geymdur á Anfield Oasis tileinkaði Diogo Jota lag á fyrstu tónleikunum í sextán ár Umboðsmaður með Íslandstengingu sakaður um að nauðga konu í sex ár Taka tíuna af Rashford og segja honum að vera lengur í sumarfríi Slot um Jota: Vinur allra og átti draumasumar sem gerir þetta enn sorglegra Michael Edwards og Richard Hughes senda frá sér yfirlýsingu vegna Jota Allt sem við vitum um banaslys Diogo Jota Yfirlýsing frá Liverpool: „Ólýsanlegur missir“ Borgaði bara ungmennaliðinu laun og nú má allt aðalliðið fara frítt Leikmaðurinn sem Liverpool ætlar að selja í sumar valinn bestur á EM Forest var búið að kaupa landsliðsmann en hann vildi ekki koma Leikmenn í enska þurfa nú að fara í viðtal þegar þeir koma af velli Brentford hafnaði tilboði Manchester United Liverpool semur við fyrrum liðsfélaga Stefáns Teits Heldur ekki áfram með Leicester Kerkez orðinn leikmaður Liverpool Stefán Teitur og félagar auglýsa Tik Tok stjörnur Liverpool strákurinn hetjan þegar Englendingar fóru í úrslitaleikinn Lallana leggur skóna á hilluna Guardiola sýndi takta á ströndinni með leikmönnum sínum Þurfa að færa leik í ensku úrvalsdeildinni vegna krikketmóts Eigandi Jets í NFL kaupir stóran hlut í Crystal Palace Varð fyrir vonbrigðum með samningstilboð Liverpool Foreldrar Wirtz fá 1,4 milljarða vegna kaupa Liverpool Reiður sjálfum sér: „Ótrúlega heimskuleg mistök“ Tveir frá Arsenal og Bournemouth tilnefndir með nýjustu stjörnu Chelsea Samkomulag um kaupverð Kerkez í höfn Á förum frá Arsenal Erfiðasta byrjunin er hjá Arsenal og Man. United Sjá meira