Erlent

Tveir látnir eftir skotárás í Halle

Atli Ísleifsson skrifar
Viðbúnaðar lögreglu var mikill.
Viðbúnaðar lögreglu var mikill. AP
Lögregla í Þýskalandi segir að tveir séu látnir hið minnsta og margir hafi særst í eftir skotárás í bænum Halle fyrr í dag.

Lögregla segir að einn maður hafi verið handtekinn en að fleiri sé leitað.

Skotárásin átti sér stað í Paulus-hverfinu og segja þýskir fjölmiðlar að maður í herklæðum hafi hafi skothríð nálægt kebabveitingastað.

Þá hafa borist fréttir að handsprengju hafi verið kastað í átt að bænahúsi gyðinga á svæðinu, en fyrstu fréttir hermdu að árásin hafi átt sér stað nærri bænahúsinu þó að það hafi ekki fengist staðfest.

Íbúar í bænum Landsberg, norðaustur af Halle, hafa verið hvattir til að halda sig innandyra.

Um 240 þúsund manns búa í Halle, sem stendur við bakka árinnar Saale.

Fréttin hefur verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×