Gylfi Þór Sigurðsson og félagar spila í kvöld í átta liða úrslitum enska deildabikarsins en það óvíst hvort við sjáum Gylfa eitthvað á skjánum í kvöld.
Gylfi missti af leiknum á móti Manchester United um síðustu helgi vegna veikinda en hann veikist á hóteli Everton liðsins daginn fyrir leikinn.
Gylfi var því ekkert á svæðinu þegar Everton náði 1-1 jafntefli á móti Manchester United á Old Traford á sunnudaginn.
Duncan Ferguson, starfandi knattspyrnustjóri Everton, var spurður út í Gylfa á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Leicester City.
| ”We’re hopeful on Gylfi. We’ll wait and see. That’ll go right to the wire, I think.”
— Everton (@Everton) December 17, 2019
An update from Duncan Ferguson on four recent absentees ahead of our #CarabaoCup quarter-final...
„Við erum vongóðir með Gylfa en við verðum að bíða og sjá. Það mun ekki koma í ljós fyrr en á síðustu stundu hvort hann geti spilað,“ sagði Duncan Ferguson.
Djibril Sidibe er líka veikur eins og Gylfa en þeir misstu báðir af United leiknum.
Lucas Digne meiddist í leiknum á Old Trafford og getur ekki spilað í kvöld ekki frekar en Fabian Delph.
FOOTBALL: Duncan Ferguson says Gylfi Sigurdsson's availability for tomorrow's #EFLCup tie against #LCFC "will go to the wire" while they're also waiting on the fitness of Djibril Sidibe. Lucas Digne is out with a groin injury while Fabian Delph misses the game #EVELEIpic.twitter.com/B2Q7LNHaVb
— BBC Merseyside Sport (@bbcmerseysport) December 17, 2019
Leikur Everton og Leicester City á Goodison Park hefst klukakn 19.45 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Aston Villa er þegar komið í undanúrslit enska deildabikarsins en það kemur síðan í ljós í kvöld hver hin þrjú liðin verða.
Leikur Manchester United og Colchester United hefst klukkan 20.00 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 2. Þriðji leikur kvöldsins er síðan á milli Oxford og Manchester City.