Skotar munu krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju Andri Eysteinsson skrifar 13. október 2019 16:23 Sturgeon ræddi við Andrew Marr hjá BBC One. Getty/Jeff J Mitchell Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon. Bretland Brexit Skotland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira
Forsætisráðherra Skotlands og formaður skoska þjóðarflokksins, SNP, Nicola Sturgeon segir að Skotar muni sækjast eftir því á næstu vikum að boðað verði til þjóðaratkvæðagreiðslu að nýju um framtíð Skotlands innan Bretlands. Guardian greinir frá.Sturgeon var á mælendaskrá á haustráðstefnu SNP í Aberdeen fyrr í dag og þar greindi hún flokksmönnum sínum frá fyrirætlunum flokksins. Til þess að haldin verði önnur þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Skotlands þarf meirihluti skoska þingsins að samþykkja fyrirhugaða tillögu Sturgeon áður en að málinu er skotið til bresku ríkisstjórnarinnar.Árið 2014 greiddu Skotar atkvæði um sjálfstæði landsins. Niðurstöður þeirrar kosningar voru á þann veg að Skotland er enn hluti Bretlands, 55,3% þeirra sem greiddu atkvæði voru andsnúnir sjálfstæði Skotlands en 44,7% voru með sjálfstæði.Sjá einnig: Stóra-Bretland heldur velli - Skotar segja neiÍ viðtali hjá BBC One sagði Sturgeon að stuðningur við sjálfstæði væri meiri en árið 2014. Nú væri stuðningurinn í um 50%. „Ég hef lagt fram tillögu í skoska þinginu til þess að óska eftir nýrri þjóðaratkvæðagreiðslu. Við sjáum mikla aukingu í stuðningi við sjálfstæði Skotlands,“ sagði Sturgeon og bætti við að ekki liði langur tími þar til að niðurstaða yrði komin í málið, líklega væri eingöngu um að ræða nokkrar vikur. Í Brexit-þjóðaratkvæðagreiðslunni sumarið 2016 greiddi meirihluti Skota með því að Bretar héldu sér innan Evrópusambandsins, eins og frægt er orðið reyndist það vilji meirihluta bresku þjóðarinnar að yfirgefa sambandið. Í sama viðtali við BBC greindi Sturgeon frá því að hún og SNP flokkurinn hygðist ekki styðja neinar tillögur forsætisráðherrans Boris Johnson er við kæmu Brexit. „Tillögurnar sem eru uppi á borðum eru óásættanlegar. Með þeim færi Skotland úr Evrópusambandinu og úr tollasambandi og markaðssambandi ESB, með öllum þeim skaða sem það mun valda landinu,“ sagði Sturgeon.
Bretland Brexit Skotland Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Fleiri fréttir Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Sjá meira