Mikil spenna í loftinu þegar Finnar kjósa nýtt þing Atli Ísleifsson skrifar 14. apríl 2019 09:30 Jussi Halla-aho, formaður Sannra Finna, greiddi atkvæði í Helsinki í morgun. epa Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. Mikil spenna er vegna kosninganna þar sem fjórir flokkar hafa mælst með á bilinu 14 til 19 prósent fylgi í könnunum. Sú spurning sem vofir einna helst yfir er hvort og þá hvaða flokkur gæti hugsað sér að mynda stjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum sem stefna í að verða næststærstir á þingi. Flokkurinn hefur rekið harða stefnu í innflytjendamálum og hefur fylgi þeirra aukist umtalsvert síðustu vikurnar fyrir kosningar. Alls eiga tvö hundruð þingmenn sæti á finnska þinginu. Kannanir benda til að Jafnaðarmenn, sem hafa verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, verði stærstir á þingi, en gangi kannanir eftir mun enginn flokkur ná að rjúfa 20 prósenta múrinn. Um þriðjungur finnskra kjósenda hefur nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.GettySagði af sér í mars Miðflokkur Juha Sipilä forsætisráðherra, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2015. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu í stjórnarandstöðu.Sjá einnig: Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Sipilä og stjórn hans sagði af sér í síðasta mánuði eftir að þeim mistókst að koma breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Hefur Sipilä leitt starfsstjórn síðan. Heilbrigðismál, innflytjendamál og loftslagsmál hafa verið einna helst áberandi í kosningabaráttunni. Kjörstaðir munu loka klukkan 20 að finnskum tíma, eða 17 að íslenskum tíma. Finnska ríkissjónvarpið hyggst birta útgönguspá sína milli klukkan 18:30 og 19 að íslenskum tíma. Finnland Tengdar fréttir Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Kjörstaðir opnuðu í Finnlandi klukkan 9 að staðartíma í morgun, en þingkosningar fara fram í landinu í dag. Mikil spenna er vegna kosninganna þar sem fjórir flokkar hafa mælst með á bilinu 14 til 19 prósent fylgi í könnunum. Sú spurning sem vofir einna helst yfir er hvort og þá hvaða flokkur gæti hugsað sér að mynda stjórn með þjóðernisflokknum Sönnum Finnum sem stefna í að verða næststærstir á þingi. Flokkurinn hefur rekið harða stefnu í innflytjendamálum og hefur fylgi þeirra aukist umtalsvert síðustu vikurnar fyrir kosningar. Alls eiga tvö hundruð þingmenn sæti á finnska þinginu. Kannanir benda til að Jafnaðarmenn, sem hafa verið í stjórnarandstöðu síðustu ár, verði stærstir á þingi, en gangi kannanir eftir mun enginn flokkur ná að rjúfa 20 prósenta múrinn. Um þriðjungur finnskra kjósenda hefur nú þegar greitt atkvæði utan kjörfundar.Antti Rinne er formaður finnskra Jafnaðarmanna.GettySagði af sér í mars Miðflokkur Juha Sipilä forsætisráðherra, Sameiningarflokkurinn og Sannir Finnar mynduðu stjórn eftir kosningarnar 2015. Eftir átök innan flokks Sannra Finna árið 2017 sagði rúmur helmingur þingmanna flokksins, þar með talið formaðurinn og utanríkisráðherrann Timo Soini, skilið við þingflokkinn og mynduðu nýjan flokk, Bláa framtíð. Sá flokkur átti þá áfram sæti í ríkisstjórn Sipilä, en þeir sem eftir voru í þingflokki Sannra Finna gengu í stjórnarandstöðu.Sjá einnig: Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Sipilä og stjórn hans sagði af sér í síðasta mánuði eftir að þeim mistókst að koma breytingum á heilbrigðiskerfi landsins í gegnum þingið. Hefur Sipilä leitt starfsstjórn síðan. Heilbrigðismál, innflytjendamál og loftslagsmál hafa verið einna helst áberandi í kosningabaráttunni. Kjörstaðir munu loka klukkan 20 að finnskum tíma, eða 17 að íslenskum tíma. Finnska ríkissjónvarpið hyggst birta útgönguspá sína milli klukkan 18:30 og 19 að íslenskum tíma.
Finnland Tengdar fréttir Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15 Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Sjá meira
Innflytjenda- og loftslagsmál áberandi í aðdraganda finnsku kosninganna Erfiðlega gæti reynst að mynda nýja ríkisstjórn í Finnlandi en þingkosningar fara fram þar í landi á morgun. 13. apríl 2019 14:15
Sannir Finnar á siglingu þegar stutt er til kosninga Rúmar tvær vikur eru nú til þingkosninga í Finnlandi. 29. mars 2019 10:08