Segir að samtal milli Spánar og Katalóníu þurfi að eiga sér stað Andri Eysteinsson og Stefán Ó. Jónsson skrifa 27. október 2019 22:53 Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira
Mótmælendur fjölmenntu enn á ný í Katalóníu í dag, nú til þess að lýsa andstöðu sinni við kröfur sjálfstæðissinna. Staðkunnugir segja stöðuna flókna og telja að ekki verði hægt að vinda ofan af ólgunni án þess að bæta samskipti Madrídar og Katalóníu. Tugþúsundir sambandssina söfnuðust saman á strætum Barselóna-borgar í dag. Vopnaðir spænska fánanum og slagorðum mótmæltu þeir kröfunni um að Katalónar lýsi yfir sjálfstæði. Mótmæli dagsins voru andsvar við kröfugöngum síðustu daga þar sem Katalónar hafa mótmælt þungum fangelsisdómum yfir níu leiðtogum katalónsku sjálfstæðishreyfingarinnar. Dómarnir hafa gefið hugmyndum hreyfingarinnar byr undir báða vængi og leitt til stjórnmálaástands sem greinendur segja það viðkvæmasta á Spáni í áratugi. „Ég lít á mig sem Spánverja og Katalóna svo ég get einfaldlega ekki séð fyrir mér að við skiljum okkur frá Spáni, sagði María José Aguilar einn mótmælendanna í Barselóna í dag.Málefni Katalóníu voru til umræðu í Víglínunni, þjóðmálaþáttar Stöðvar 2, í dag. Viðmælendur þáttastjórnandans Heimis Más Péturssonar voru sammála um að ekki verði undið ofan af ólgunni í Katalóníu án samtals.Ég held þetta lagist ekki fyrr en við sjáum eitthvað raunverulega gerast, ekki bara stjórnmálamenn að tala í sjónvarpinu. Ákvarðanir verða að vera teknar. Það verður að eiga sér stað samtal á milli Spánar og Katalóníu, sagði lyfjafræðingurinn Ramón Flavia Piera, sem fæddur er í Barselóna en hefur búið hér á landi í áraraðir. „Fram undan er mikil bylgja mótmæla. Þetta er sama fólk og hefur verið að skipuleggja mótmæli í Barselóna og Katalóníu. Þau eru þaulskipulögð og meirihluti þeirra hafa farið fram friðsamlega. Fangarnir sjálfir hafa beðið um að þau fari friðsamlega fram. Það er í raun og veru engin augljós lausn í augsýn, þetta er flókið mál og eins og Ramón segir er bara hægt að leysa það með samtali,“ sagði Úa Matthíasdóttir útgefandi sem undanfarin ár hefur verið búsett í Katalóníu.Sjá má umræðurnar í Víglínunni hér að neðan
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum Innlent Brenndu rangt lík Erlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Fleiri fréttir Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Sjá meira