Skipið sem um ræðir er nefnt eftir John McCain, fyrrum öldungardeildarþingmanni og hermanni, en Trump og þingmaðurinn elduðu lengi vel grátt silfur saman. McCain lést í fyrra 81 árs að aldri eftir harða baráttu við heilaæxli.
Trump sagði í samtali við fréttamenn að hann hefði ekki vitað af beiðninni en trúði því að sá starfsmaður sem fór fram á þetta hafi meint vel.
„Ég myndi aldrei gera neitt í líkingu við þetta,“ sagði Trump við fréttamenn. Hann sagðist halda að umræddur starfsmaður hafi beðið um þetta því allir vissu að hann væri ekki „aðdáandi McCain“.
„Þetta var vel meint.“
Yfirmenn sjóhersins tóku beiðnina ekki til greina og tilkynnti upplýsingafulltrúi hersins á Twitter-síðu sinni að skipið yrði ekki falið. Athygli vakti að Twitter-færslan var sú fyrsta á aðgangi þeirra í fimm ár.
The name of USS John S. McCain was not obscured during the POTUS visit to Yokosuka on Memorial Day. The Navy is proud of that ship, its crew, its namesake and its heritage.
— Navy Chief of Information (@chinfo) May 30, 2019
„Sjóherinn er stoltur af þessu skipi, áhöfninni, nafninu og arfleifð þess.“