Pamela Anderson og Kristinn Hrafnsson þau fyrstu til að hitta Assange Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. maí 2019 13:39 Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, segir að málið sé alvarlegt og snúist um líf eða dauða. „Afsakið mig en mér líður illa, mér er óglatt,“ segir Pamela Anderson, bandaríska leikkonan og aktívistinn um líðan sína eftir að hafa heimsótt Julian Assange, ástralska uppljóstrarann, í Belmarsh-öryggisfangelsið í Suðaustur Lundúnum í dag. Assange sé algjörlega einangraður frá umheiminum og hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum síðan hann var lokaður inni. Pamela og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru þau fyrstu sem fengu að heimsækja Assange síðan hann var handtekinn í ekvadorska sendiráðinu fyrir tæpum mánuði síðan. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu og hélt þar til í sjö ár af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange var 1. maí dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum og svíkjast undan tryggingu. Pamela og Kristinn héldu stutta yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan fangelsið að heimsókninni lokinni en Pamela hefur um langt skeið verið ötull stuðningsmaður Assange. „Hann hefur ekkert til saka unnið svo réttlætanlegt sé að hafa hann í öryggisfangelsi. Hann hefur aldrei framið ofbeldisfullan glæp. Hann er saklaus manneskja,“ segir Pamela sem segir að það hafi verið sársaukafullt að komast að því hvernig aðbúnaður Assange sé í fangelsinu. Hann hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum, hafi ekki aðgang að bókasafni og ekki fengið að tala við börnin sín. „Þetta er spurning um líf eða dauða. Það er alvarleiki málsins,“ sagði Kristinn.Réttlætið muni velta á almenningsálitinuPamela sagði að Assange þyrfti á stuðningi almennings að halda. Þegar öllu yrði á botninn hvolft myndi réttlætið velta á almenningsálitinu og stuðningi frá alþjóðasamfélaginu. „Hann er góður maður, hann er stórkostleg manneskja. Ég elska hann og ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að ganga í gegnum núna. Það var gott að sjá hann, frábært að sjá hann, en þetta er bara misnotkun á dómskerfinu í framkvæmd,“ segir Pamela sem kveðst hafa fengið áfall þegar hún komst að því að hann hafi þurft að húka inni í klefanum í allan þennan tíma.Leikkonan Pamela Anderson hélt stutta yfirlýsingu ásamt ritstjóra WikiLeaks fyrir utan Belmarsh-fangelsið í dag.Vísir/ap Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
„Afsakið mig en mér líður illa, mér er óglatt,“ segir Pamela Anderson, bandaríska leikkonan og aktívistinn um líðan sína eftir að hafa heimsótt Julian Assange, ástralska uppljóstrarann, í Belmarsh-öryggisfangelsið í Suðaustur Lundúnum í dag. Assange sé algjörlega einangraður frá umheiminum og hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum síðan hann var lokaður inni. Pamela og Kristinn Hrafnsson, ritstjóri WikiLeaks, voru þau fyrstu sem fengu að heimsækja Assange síðan hann var handtekinn í ekvadorska sendiráðinu fyrir tæpum mánuði síðan. Assange sótti um pólitískt hæli í sendiráðinu og hélt þar til í sjö ár af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Assange var 1. maí dæmdur í 50 vikna fangelsi í Bretlandi fyrir að brjóta gegn skilyrðum og svíkjast undan tryggingu. Pamela og Kristinn héldu stutta yfirlýsingu fyrir fjölmiðla fyrir utan fangelsið að heimsókninni lokinni en Pamela hefur um langt skeið verið ötull stuðningsmaður Assange. „Hann hefur ekkert til saka unnið svo réttlætanlegt sé að hafa hann í öryggisfangelsi. Hann hefur aldrei framið ofbeldisfullan glæp. Hann er saklaus manneskja,“ segir Pamela sem segir að það hafi verið sársaukafullt að komast að því hvernig aðbúnaður Assange sé í fangelsinu. Hann hafi ekki fengið að stíga fæti út úr klefanum sínum, hafi ekki aðgang að bókasafni og ekki fengið að tala við börnin sín. „Þetta er spurning um líf eða dauða. Það er alvarleiki málsins,“ sagði Kristinn.Réttlætið muni velta á almenningsálitinuPamela sagði að Assange þyrfti á stuðningi almennings að halda. Þegar öllu yrði á botninn hvolft myndi réttlætið velta á almenningsálitinu og stuðningi frá alþjóðasamfélaginu. „Hann er góður maður, hann er stórkostleg manneskja. Ég elska hann og ég get ekki ímyndað mér hvað hann er að ganga í gegnum núna. Það var gott að sjá hann, frábært að sjá hann, en þetta er bara misnotkun á dómskerfinu í framkvæmd,“ segir Pamela sem kveðst hafa fengið áfall þegar hún komst að því að hann hafi þurft að húka inni í klefanum í allan þennan tíma.Leikkonan Pamela Anderson hélt stutta yfirlýsingu ásamt ritstjóra WikiLeaks fyrir utan Belmarsh-fangelsið í dag.Vísir/ap
Bretland Ekvador Fjölmiðlar WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41 Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00 Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42 Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Fleiri fréttir Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Sjá meira
Krefjast þess að Assange verði ekki framseldur Þingkonur á þjóðþingum Spánar og Þýskalands og á Evrópuþinginu krefjast þess að komið verði í veg fyrir að Julian Assange verði framseldur til Bandaríkjanna. 17. apríl 2019 21:52
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Assange vill ekki vera framseldur til Bandaríkjanna Julian Assange, stofnandi Wikileaks, segist ekki vilja vera framseldur til Bandaríkjanna. Réttarhöld standa nú yfir í London vegna framsalsbeiðni Bandaríkjanna sem vilja koma höndum yfir Assange vegna birtinga Wikileaks á leynilegum upplýsingum sem samtökin fengu frá Chelsea Manning árið 2010. 2. maí 2019 11:41
Assange dæmdur í 50 vikna fangelsi Julian Assange, stofnandi WikiLeaks, var dæmdur í 50 vikna langt fangelsi í Bretlandi í dag fyrir að brjóta gegn skilyrðum þess er hann var látinn laus úr haldi lögreglu í Bretlandi árið 2012. 1. maí 2019 11:00
Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. 16. apríl 2019 11:42