Icesave-lekinn í greinargerð FBI um Assange: „10 Reykjavik 13“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2019 11:42 Heill kafli í greinargerð FBI um Julian Assange fjallar um Icesave-lekann. Vísir/EPA Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. Í greinargerð FBI rökstyður Megan Brown, lögreglufulltrúi FBI, málatilbúnaðinn gegn Assange. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í samsæri um þjófnað á gögnum úr tölvum hins opinbera í samstarfi við Chelsea Manning sem var dæmd fyrir að leka þúsundum trúnaðarskjala til WikiLeaks. Málatilbúnaðurinn byggir meðal annars á afritum af samtölum Assange og Manning. Assange, stofnandi WikiLeaks, var handtekinn að morgni fimmtudagsins 11. apríl í sendiráði Ekvadors í Lundúnum hvar hann hafði dvalið frá árinu 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Í greinargerðinni er einn kafli sem hverfist um leka á trúnaðargögnum bandaríska sendiráðsins um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Icesave-lekinn er sérstaklega tilgreindur er sú að hann er talinn varpa frekara ljósi á eðli þeirra gagna sem lekið var. Skrárnar hafi verið skýrt merktar trúnaðargögn. Í gegnum samskiptakerfi utanríkisþjónustu Bandaríkjanna eða eins konar innra neti er Manning sögð hafa komist yfir skjalið „10 Reykjavik 13“ þar sem fjallað var um Icesave málið. Manning á að hafa viðurkennt að hafa brennt skjölin á geisladisk 15. febrúar árið 2010, farið með hann heim til sín og hlaðið skjölunum inn í fartölvuna sína og þaðan inn á WikiLeaks. Í greinargerðinni kemur fram að þessi skjöl hafi verið merkt sem trúnaðarskjöl. Manning er í greinargerðinni sögð hafa skoðað þrjár skrár merktar „Sigurdardottir.pdf,“ „Skarphedinsson.pfd“ og „Jonsson. Pdf.“ en þetta voru leyniskýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins um Jóhönnu, Össur og Albert. WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Í greinargerð bandarísku alríkislögreglunnar FBI um mál Julians Assange er sérstaklega fjallað um leyniskýrslur bandaríska sendiráðsins um samskipti íslenskra ráðamanna í tengslum við Icesave-málið. Trúnaðargögnunum var lekið til WikiLeaks árið 2010. Í greinargerð FBI rökstyður Megan Brown, lögreglufulltrúi FBI, málatilbúnaðinn gegn Assange. Honum er gefið að sök að hafa tekið þátt í samsæri um þjófnað á gögnum úr tölvum hins opinbera í samstarfi við Chelsea Manning sem var dæmd fyrir að leka þúsundum trúnaðarskjala til WikiLeaks. Málatilbúnaðurinn byggir meðal annars á afritum af samtölum Assange og Manning. Assange, stofnandi WikiLeaks, var handtekinn að morgni fimmtudagsins 11. apríl í sendiráði Ekvadors í Lundúnum hvar hann hafði dvalið frá árinu 2012 af ótta við að vera framseldur til Bandaríkjanna. Í greinargerðinni er einn kafli sem hverfist um leka á trúnaðargögnum bandaríska sendiráðsins um Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra, Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra og Albert Jónsson fyrrverandi sendiherra Íslands í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir því að Icesave-lekinn er sérstaklega tilgreindur er sú að hann er talinn varpa frekara ljósi á eðli þeirra gagna sem lekið var. Skrárnar hafi verið skýrt merktar trúnaðargögn. Í gegnum samskiptakerfi utanríkisþjónustu Bandaríkjanna eða eins konar innra neti er Manning sögð hafa komist yfir skjalið „10 Reykjavik 13“ þar sem fjallað var um Icesave málið. Manning á að hafa viðurkennt að hafa brennt skjölin á geisladisk 15. febrúar árið 2010, farið með hann heim til sín og hlaðið skjölunum inn í fartölvuna sína og þaðan inn á WikiLeaks. Í greinargerðinni kemur fram að þessi skjöl hafi verið merkt sem trúnaðarskjöl. Manning er í greinargerðinni sögð hafa skoðað þrjár skrár merktar „Sigurdardottir.pdf,“ „Skarphedinsson.pfd“ og „Jonsson. Pdf.“ en þetta voru leyniskýrslur bandaríska utanríkisráðuneytisins um Jóhönnu, Össur og Albert.
WikiLeaks Mál Julians Assange Tengdar fréttir Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45 Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11 Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29 Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00 Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01 Mest lesið Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Erlent Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Innlent Milljón dalir eða meira fyrir náðun Erlent Umkringdu Taívan og æfðu lokanir hafna Erlent Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Innlent Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Fleiri fréttir Hér verða áramótabrennur á Gamlársdag 2025 Björn Ingi leiðir ekki Miðflokksmenn í borginni Gestir á Edition stukku út á náttfötunum Þurrkuðust út af þingi en sitja á tugum milljóna króna Óvenju mikið að gera hjá slökkviliðinu Sósíalistar líta til harðstjórnarríkja sem fyrirmynda Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri „Rúllandi rafmagnsleysi“ alla daga og tífaldur þungi í árásum „Gamla góða Ísland, bara betra“ Gróður farinn að grænka fyrir norðan Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Margfaldur þungi í loftárásum og kyntákn kveður Afbrot, fjölmiðlastyrkir og stefna Miðflokksins Segir dulda skattahækkun taka gildi á næsta ári Líkamsárás í miðbænum Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Sjá meira
Segir Assange hafa notað sendiráðið til njósna Forseti Ekvadors segist hafa fengið tryggingar frá breskum stjórnvöldum um að þau gæti að mannréttindum Julians Assange, stofnanda Wikileaks. 15. apríl 2019 07:45
Munu berjast gegn því að Assange verði framseldur með öllum tiltækum ráðum Kristinn Hrafnsson, fjölmiðlamaður, segist vera í áfalli vegna nýjustu vendinga í máli Julians Assange. 11. apríl 2019 11:11
Telur rangt að framselja Assange Corbyn segir það rangt að framselja Assange eftir að hann hafi með blaðamennsku sinni afhjúpað voðaverk Bandaríska hersins sem framin voru í Írak og Afganistan. 12. apríl 2019 07:29
Svipting hælis Assange hættulegt fordæmi Stofnandi WikiLeaks handtekinn í ekvadorska sendiráðinu. Bandaríkin fara fram á framsal og vilja rétta yfir honum vegna samráðs við Chelsea Manning. 12. apríl 2019 07:00
Telur Bandaríkjamenn vilja læsa Assange inni og henda lyklunum Kristinn Hrafnsson segir framsalskröfuna fáránlega og telur fisk liggja þar undir steini. 11. apríl 2019 15:01