Evrópuríki krefja tyrknesk stjórnvöld skýringa vegna kosninga Kjartan Kjartansson skrifar 7. maí 2019 17:02 Erdogan hefur verið sakaður um að seilast til æ meiri valda í Tyrklandi. Vísir/EPA Evrópusambandið hefur krafið yfirkjörstjórn Tyrklands um skýringar á ákvörðun sinni um að láta kjósa aftur til borgarstjóra í Istanbúl. Stjórnarandstaðan vann óvæntan sigur í kosningunum en nú hefur verið ákveðið að láta endurtaka þær. Réttlætis- og þróunarflokkur (AKP) Receps Erdogan forseta krafist þess að úrslit borgarstjórakosninganna í Istanbúl í síðasta mánuði væru úrskurðuð ógild vegna meintrar óreglu í framkvæmd þeirra. Yfirkjörstjórnin hefur ákveðið að kosið verði aftur 23. júní. Ákvörðuninni var mótmælt á götum Istanbúl í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heiko Mass, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ákvörðun kjörstjórnarinnar „óskiljanlega“. Guy Verhofstadt, belgískur Evrópuþingmaður, segir að Tyrkland sé „á leiðinni í átt að einræði“. Talsmaður ESB vill að kjörstjórnin skýri ákvörðunina „tafarlaust“. Erdogan hefur sagt að nýjar kosningar séu „besta skrefið“ fyrir Tyrkland. Fulltrúi flokks hans í kjörstjórninni segir að kosningarnar hafi verið ólöglegar vegna þess að sumir starfsmenn kjörstjórnar hafi ekki verið opinberir starfsmenn og að undirskriftir hafi vantað á einhver talningarblöð. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP-flokksins sem vann kosningarnar, segir að ákvörðun kjörstjórnarinnar sýni að það sé „ólöglegt að vinna gegn AK-flokkinum“. Hún væri „hreint einræði“. Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. 21. apríl 2019 17:07 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Evrópusambandið hefur krafið yfirkjörstjórn Tyrklands um skýringar á ákvörðun sinni um að láta kjósa aftur til borgarstjóra í Istanbúl. Stjórnarandstaðan vann óvæntan sigur í kosningunum en nú hefur verið ákveðið að láta endurtaka þær. Réttlætis- og þróunarflokkur (AKP) Receps Erdogan forseta krafist þess að úrslit borgarstjórakosninganna í Istanbúl í síðasta mánuði væru úrskurðuð ógild vegna meintrar óreglu í framkvæmd þeirra. Yfirkjörstjórnin hefur ákveðið að kosið verði aftur 23. júní. Ákvörðuninni var mótmælt á götum Istanbúl í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Heiko Mass, utanríkisráðherra Þýskalands, segir ákvörðun kjörstjórnarinnar „óskiljanlega“. Guy Verhofstadt, belgískur Evrópuþingmaður, segir að Tyrkland sé „á leiðinni í átt að einræði“. Talsmaður ESB vill að kjörstjórnin skýri ákvörðunina „tafarlaust“. Erdogan hefur sagt að nýjar kosningar séu „besta skrefið“ fyrir Tyrkland. Fulltrúi flokks hans í kjörstjórninni segir að kosningarnar hafi verið ólöglegar vegna þess að sumir starfsmenn kjörstjórnar hafi ekki verið opinberir starfsmenn og að undirskriftir hafi vantað á einhver talningarblöð. Onursal Adiguzel, varaformaður CHP-flokksins sem vann kosningarnar, segir að ákvörðun kjörstjórnarinnar sýni að það sé „ólöglegt að vinna gegn AK-flokkinum“. Hún væri „hreint einræði“.
Evrópusambandið Tyrkland Tengdar fréttir Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54 Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19 Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22 Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. 21. apríl 2019 17:07 Mest lesið Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Víða rigning og hiti að fjórtán stigum Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Fleiri fréttir Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Sjá meira
Erdogan vill endurtalningu í Istanbúl Forseti Tyrklands, Receep Tayyip Erdogan og flokkur hans AK, hefur óskað eftir því að atkvæði sem greidd voru í sveitastjórnarkosningunum í Istanbúl fyrir viku síðan verði talin að nýju. 7. apríl 2019 16:54
Krefjast nýrra kosninga eftir valdatap Raceep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, og flokkur hans AK, mun krefjast þess að kosið verði að nýju í Istanbúl sagði fulltrúi flokksins eftir að krafa hans um endurtalningu atkvæða í borginni var hafnað. 9. apríl 2019 19:19
Ljóst að Imamoglu mun stýra Istanbúl Atkvæði voru talin aftur í kosningum til sveitarstjórnar í tyrknesku stórborginni Istanbúl. 17. apríl 2019 23:22
Ráðist á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands við útför Ráðist var á leiðtoga stjórnarandstöðu Tyrklands, Kemal Kilicdaroglu, þegar hann var við útför hermanns í Ankara, áður en öryggisverðir leiddu hann í burtu. 21. apríl 2019 17:07