Stálu brúnkuklútum, kjötfjalli og sælgæti Stefán Ó. Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:21 Brúnkuklútaþjófnaðurinn átti sér stað í Kópavogi í gærkvöldi. Vísir/Vilhelm Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins. Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira
Lögreglan hafði í nógu að snúast við að elta uppi þjófa á höfuðborgarsvæðinu í nótt, sem flestir voru í annarlegu ástandi. Það var til að mynda raunin með mann sem staðinn var að þjófnaði úr verslun í Fossvogi í gærkvöldi. Hann er sagður hafa reynt að stela sælgæti sem starfsfólk tók síðan aftur af honum, við litla hrifningu þjófsins. Hann á að hafa komið aftur inn í verslunina og hótað starfsfólki barsmíðum ef hann fengi ekki sælgætispokanna aftur. Starfsfólkið lét undan og gaf manninum sælgætispokann, sem síðan stakk af. Lögreglan segist þó hafa haft hendur í hári hans skömmu síðar. Þá á maðurinn að hafa neitað að gefa upp persónuupplýsingar og var hann því fluttur í næsta fangaklefa þar sem hann hefur fengið að verja nóttinni. Þá handtók lögreglan þrjá þjófa á einu bretti er þeir óku um Hlíðarnar á tíunda tímanum. Ökumaður bílsins var stöðvaður vegna gruns um vímuefnaakstur og segist lögreglan hafa séð töluvert magn af þýfi í bifreiðinni; m.a. 25 pakkningar af dýru kjöti, 14 osta og ýmsan varning sem þeir gátu ekki gert grein fyrir. Þríeykið var því handtekið og vistað í fangaklefa í nótt. Lögreglan var að sama skapi kölluð að vínbúð í Hafnarfirði þar sem hún hafði afskipti af ölvuðum manni. „Maðurinn var búinn að opna vínpela og var að drekka úr honum í versluninni. Maðurinn hafði komið fyrr um daginn í verslunina og þá hafði hann stolið 6 bjórum sem hann hafði sett í bakpoka sinn og gengið út,“ segir í dagbókarfærslu lögreglu. Ekki þótti þó tilefni til að handtaka manninn og var mál hans „afgreitt á vettvangi,“ eins og það er orðað. Þá var maður í annarlegu ástandi stöðvaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi vegna gruns um að hann væri að stela brúnkuklútum. Rétt eins og með stútinn í vínbúðinni var ekki talin nauðsyn að handtaka hann. Þó á maðurinn að hafa verið með bíllykla í vasanum sem lögreglan tók af honum, sökum ástands mannsins.
Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Innlent Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Innlent Fleiri fréttir Reykjanesbraut verður tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Sjá meira