Júlí mánuður í Reykjavík stefnir í að verða sá hlýjasti sem vitað er um Birgir Olgeirsson skrifar 30. júlí 2019 15:06 Hlýjar nætur og hagstæð vindátt ráða mestu um hlýjan júlí mánuð í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska. Reykjavík Veður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira
Það stefnir flest allt í að júlí mánuðurinn í ár verði sá hlýjasti sem vitað er um í Reykjavík. Þetta segir Trausti Jónsson veðurfræðingur sem segir jafnt hitastig allan sólarhringinn eiga stærsta þáttinn í þessu meti. Þegar einn og hálfur sólarhringur er eftir af júlí mánuði stendur meðalhitinn í Reykjavík í 13,2 gráðum. Trausti segir það engan ofboðslega hita fljótt á litið en þó nokkur í svona langri mælingu, það er að segja yfir heilan mánuð. Hitinn á nóttunni hefur verið um 12 til 14 stig og munar þar um minna. Áður hafði meðalhiti í júlí mánuði í Reykjavík mælst 13,03 gráður árið 2010 og 1991 en einnig var fremur hlýtt í júlí árið 1936. Trausti segir hagstæða austanátt ráða miklu um þetta hitastig því þá berst hlýr vindur af landi til Reykjavíkur, ólíkt því sem gerist þegar vestan áttin dregur kalt loft frá hafi inn til borgarinnar.Á vef sínum Hungurdiskum bendir Trausti á að það stefni einnig í að mánuðurinn verði sá hlýjasti á öldinni við Faxaflóa. Kaldara hefur þó verið fyrir norðan og austan, ekki beint kalt en þó langt frá meðalhita. Á Suðurlandi og við Breiðafjörð hefur júlí mánuður verið sá næst hlýjasti og í hæsta þriðjungi einnig á Vestfjörðum og á Miðhálendinu. „Hiti í öðrum spásvæðum fellur á miðþriðjung - gróflega í meðallagi aldarinnar. Kaldast að tiltölu hefur verið á Ströndum og Norðurlandi vestra, hiti -0,3 stig neðan meðallags síðustu tíu ára - en það er reyndar hátt í langtímasamanburði - höfum það í huga. Á landsvísu virðist hitinn stefna á 10. til 15. hitasæti (af 140) - það munar litlu á röðinni, en er langt frá meti,“ skrifar Trausti á Hungurdiska.
Reykjavík Veður Mest lesið Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Erlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Innlent Fleiri fréttir Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Sjá meira