Telur ríkisstjórn Johnson á hættulegri braut Kjartan Kjartansson skrifar 30. júlí 2019 10:13 Ekki virtist fara sérlega vel á með Johnson og Sturgeon við ráðherrabústaðinn í Edinborg í gær. Vísir/EPA Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, telur að Boris Johnson, forsætisráðherra, hafi sett Bretland á hættulega braut útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þau funduðu í fyrsta skipti í gær og eftir á sagði Sturgeon að Skotar þyrftu að fá að ákveða eigin framtíð. Johnson fékk kaldar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Skotlands eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í síðustu viku. Meirihluti Skota greiddi atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 og Johnson er afar óvinsæll þar. Baulað var á forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fyrir utan ráðherrabústaðinn í Edinborg þar sem hann fundaði með Sturgeon í gær.Að fundinum loknum var Sturgeon ómyrk í máli. Henni væri alls óljóst hvernig Johnson ætlaði sér að ná nýjum útgöngusamningi við Evrópusambandið án írsku baktryggingarinnar svonefndu sem hann hefur lýst dauða. Evrópusambandið hefur ekki verið til viðræðu um að semja upp á nýtt eða fella niður baktrygginguna. „Það lætur mig halda að hvað sem því líður að Boris Johnson segi opinberlega að hann vilji helst gera samning sé hann í raun og veru að sækjast eftir útgöngu án samnings vegna þess að það er rökrétt niðurstaða harðlínustefnunnar sem hann hefur markað. Ég tel að það sé gríðarlega hættulegt fyrir Skotland og í raun fyrir allt Bretland,“ sagði Sturgeon.Deilurnar um Brexit hafa kynnt undir vonum skoskra sjálfstæðissinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Johnson hefur vísað slíkum hugmyndum á bug. Sturgeon sagði eftir fundinn að hún hafi gert Johnson fullljóst að hún væri andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings og að Skotar ættu að fá að ákveða eigin framtíð frekar en að aðrir ákveddu hana fyrir þá. Breska pundið hríðféll í dag og er ástæðan talin sú að fjárfestar veðji á að harðlínustefna Johnson eigi eftir að leiða til óstöðugleika á mörkuðum gangi Bretar úr sambandinu án samnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Bretland Brexit Evrópusambandið Skotland Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Nicola Sturgeon, oddviti skosku heimastjórnarinnar, telur að Boris Johnson, forsætisráðherra, hafi sett Bretland á hættulega braut útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings. Þau funduðu í fyrsta skipti í gær og eftir á sagði Sturgeon að Skotar þyrftu að fá að ákveða eigin framtíð. Johnson fékk kaldar móttökur í fyrstu heimsókn sinni til Skotlands eftir að hann tók við sem forsætisráðherra í síðustu viku. Meirihluti Skota greiddi atkvæði með áframhaldandi veru Bretlands í Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslunni árið 2016 og Johnson er afar óvinsæll þar. Baulað var á forsætisráðherrann og fylgdarlið hans fyrir utan ráðherrabústaðinn í Edinborg þar sem hann fundaði með Sturgeon í gær.Að fundinum loknum var Sturgeon ómyrk í máli. Henni væri alls óljóst hvernig Johnson ætlaði sér að ná nýjum útgöngusamningi við Evrópusambandið án írsku baktryggingarinnar svonefndu sem hann hefur lýst dauða. Evrópusambandið hefur ekki verið til viðræðu um að semja upp á nýtt eða fella niður baktrygginguna. „Það lætur mig halda að hvað sem því líður að Boris Johnson segi opinberlega að hann vilji helst gera samning sé hann í raun og veru að sækjast eftir útgöngu án samnings vegna þess að það er rökrétt niðurstaða harðlínustefnunnar sem hann hefur markað. Ég tel að það sé gríðarlega hættulegt fyrir Skotland og í raun fyrir allt Bretland,“ sagði Sturgeon.Deilurnar um Brexit hafa kynnt undir vonum skoskra sjálfstæðissinna um aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði. Johnson hefur vísað slíkum hugmyndum á bug. Sturgeon sagði eftir fundinn að hún hafi gert Johnson fullljóst að hún væri andsnúin útgöngu úr Evrópusambandinu án samnings og að Skotar ættu að fá að ákveða eigin framtíð frekar en að aðrir ákveddu hana fyrir þá. Breska pundið hríðféll í dag og er ástæðan talin sú að fjárfestar veðji á að harðlínustefna Johnson eigi eftir að leiða til óstöðugleika á mörkuðum gangi Bretar úr sambandinu án samnings, að sögn Reuters-fréttastofunnar.
Bretland Brexit Evrópusambandið Skotland Tengdar fréttir Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00 Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00 Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Vitleysan „í þessum óþekka strák í Hvíta húsinu“ leiði vonandi til sjálfstæðis Skoða bann við nektarforritum eftir X-hneykslið Býður Pútín sæti í „friðarráði“ fyrir Gasaströndina Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Sjá meira
Johnson vill nýjan samning Boris Johnson, nýr forsætisráðherra Bretlands, sagði í gær að það væru góðar líkur á því að hægt væri að gera nýjan útgöngusamning við Evrópusambandið og í leiðinni fá góðan fríverslunarsamning. 30. júlí 2019 07:00
Stórauka undirbúning fyrir útgöngu án samnings Utanríkisráðherra Bretlands telur að auðveldara verði að ná hagstæðum samningi við ESB eftir útgöngu án samnings í haust. 29. júlí 2019 13:00
Evrópuleiðtogar hafna hugmyndum Johnson Boris Johnson segist ætla að fella baktrygginguna svonefndu út úr útgöngusamningi. Það telja fulltrúar Evrópusambandsins óásættanlegt. 26. júlí 2019 07:46