Þessi sextán ára gamli leikmaður var með lausan samning þegar hann samdi við Liverpool um helgina og fór í framhaldinu með Liverpool liðinu í æfingaferðina til Frakklands.
Harvey Elliott varð að leikmanni hjá Fulham og í lok síðasta tímabils varð hann sá yngsti til að spila í ensku úrvalsdeildinni frá upphafi.
Harvey Elliott, then and now pic.twitter.com/O0OZDdNmy3
— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 29, 2019
Harvey Elliott hafnaði skólastyrk hjá Fulham og leyfði samningi sínum við félagið að renna út. Fulham gat ekki gert við hann atvinnumannasamning fyrr en hann væri orðinn sautján ára.
Harvey Elliott er mjög efnilegur örvfættur miðjumaður. Hann spilaði sinn fyrsta keppnisleik með Fulham þegar hann var aðeins 15 ára og 74 daga en var 16 ára og 30 daga þegar hann kom fyrst við sögu í ensku úrvalsdeildinni.
Fulham á skilið uppeldisbætur fyrir Harvey Elliott og samkvæmt frétt Sky Sports þá vill Fulham fá níu milljónir punda frá Liverpool. Níu milljónir punda eru meira en 1,3 milljarðar í íslenskum krónum.
Liverpool er einmitt það félag sem hefur greitt hæstu uppeldisbæturnar á Englandi en félagið borgaði Burnley átta milljónir punda fyrir Danny Ings.
Harvey Elliott, then and now pic.twitter.com/O0OZDdNmy3
— The Anfield Wrap (@TheAnfieldWrap) July 29, 2019