„Ekkert að óttast fyrir Liverpool í seinni leiknum“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 10. apríl 2019 08:30 Naby Keita og Roberto Firmino fagna marki þess fyrrnefnda í gærkvöldi. Vísir/Getty Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á Porto í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitunum Meistaradeildarinnar og einn af knattspyrnusérfræðingum breska ríkisútvarpsins segir að stuðningsmenn Liverpool þurfi ekki að hafa áhyggjur af seinni leiknum í Portúgal.JürgenKlopp hefur aldrei tapað tveggja leikja einvígi í Evrópu sem knattspyrnustjóri Liverpool og það lítur ekki út fyrir það að það sé að fara að breytast í þessari umferð. „Liverpool átti vissulega að skora fleiri en tvö mörk á móti Porto í gær en ég held að það skipti litlu máli fyrir útkomuna í þessum leikjum,,“ skrifaði Mark Lawrenson, knattspyrnuspekingur á BBC og fyrrum leikmaður Liverpool, í pistil sinn á vefsíðu breska ríkisútvarpsins í morgun. „Porto leit út fyrir að vera í mesta lagi lið í neðri hluta ensku úrvalsdeildarinnar og ég sá ekkert í þessum leik sem mun skapa JürgenKlopp áhyggjur fyrir seinni leikinn. Þetta voru átta liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem þú átt að vera að keppa við bestu lið Evrópu en Porto er langan veg frá því að teljast til þess hóps. Þetta var þægilegur sigur fyrir Liverpool,“ skrifaði Lawrenson."Porto looked, at best, like a middle-to-bottom Premier League side." Lawro hasn't held back! Read: https://t.co/mv5w21tF3npic.twitter.com/t4KtU2cMxX — BBC Sport (@BBCSport) April 10, 2019„Lið Klopp spilaði góðan fótbolta á stundum í þessum leik og liðið slapp líka alveg við meiðsli eða einhverja öðruvísi dramatík. Þetta var svona kvöld sem leikmenn Liverpool þurftu að komast heilir í gegnum áður en þeir gátu farið að einbeita sér að baráttunni um enska titilinn aftur og leiknum á móti Chelsea á sunnudaginn,“ skrifaði Lawrenson. „Nú hafa þeir fimm daga til að hvíla sig og undirbúa sig fyrir þann leik og þeir þurftu nú auk þess ekki að keyra sig út í þessum leik á móti Porto,“ skrifaði Lawrenson. „Mér fannst þetta frá byrjun ætla að verða auðvelt kvöld fyrir Liverpool og þeir vissu það sjálfir. Ég fékk það líka á tilfinninguna að þeir hefðu getað skorað þriðja markið ef þörf væri á því. Síðustu tuttugu mínúturnar snerist þetta bara um að loka leiknum. Það var eins og Klopp væri búinn að ákveða að 2-0 væru nógu góð úrslit og hann vildi frekar halda markinu hreinu en að bæta við,“ skrifaði Lawrenson. „Klopp hefði sætt sig við þessi úrslit fyrir leikinn og nú veit hann enn fremur að hann er með miklu betra lið en Porto,“ skrifaði Lawrenson en það má lesa allan pistil hans hér.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Eigandi Chelsea þekkti ekki Ruud Gullit Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Beckham fimmtugur í dag Meistaradeildardraumur Forest að breytast í martröð Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Leeds sló eigið stigamet Villa mótmælir fyrirhugaðri breytingu Vilja úrslitaleik snemma vegna Eurovision Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Sjá meira