Hafa kyrrsett 70 milljónir frá brotastarfsemi Sunna Sæmundsdóttir skrifar 10. apríl 2019 20:00 Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það." Lögreglumál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira
Lögreglan hefur á þessu ári kyrrsett 70 milljónir króna sem koma frá brotastarfsemi. Talið er að veltan í svarta hagkerfinu hafi verið á þriðja tug milljarða á síðasta ári. Hagkerfi undirheimanna var til umræðu á málþingi viðskipta- og hagfræðinga í dag. Almennt er miðað við að veltan í svarta hagkerfinu nemi að minnsta kosti einu prósenti af landsframleiðslu. Yfirlögregluþjónn segir enga ástæðu til að ætla að staðan sé önnur hér. „Í okkar tilviki væri það á síðasta ári um 26 til 28 milljarðar króna á síðasta ári," segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. „Grundvallarþátturinn hefur verið fíkiefnaviðskipti en til viðbótar bætist við alls kyns önnur svikastarfsemi. Það er kannski sú breyting sem verið hefur undanfarin ár er að samhliða fíkniefnaviðskiptum eru menn að þróa sig yfir í að bæta við annarri brotastarfsemi. Það getur verið til dæmis smygl á fólki, mansal eða vændi," segir hann. Karl Steinar segir að brotastarfsemi hafi þróast mikið að undanförnu í átt að fyrirtækjaformi. „Í sumum aðgerðum eru til dæmis ráðnir sérfræðingar til þess að sjá um ýmis atriði, líkt og til dæmis þegar ætlunin er að brjótast inn í tölvukerfi til þess að koma skilaboðum um fjárgreiðslur á framfæri," segir hann.Karl Steinar telur að lögregla þurfi að einblína í ríkari mæli að fjármálahliðinni í brotastarfsemi.Vísir/vilhelmFyrr á árinu fengu lögreglan og héraðssaksóknari 65 milljóna króna aukafjárveitingu til þess að einblína á peningaþvætti. Nú þegar hafa eignir að andvirði 70 milljóna króna, sem taldar eru koma frá brotastarfsemi, verið kyrrsettar. Karl Steinar segir þetta sýna að fjármunir sem yrðu lagðir í þessa hlið rannsókna myndu skila sér til baka. „Nálgun okkar gagnvart skipulagðri brotastarfsemi á ekki eingöngu að lúta að því að ná efnum eða stöðva brotastarfsemina sem slíka, heldur að horfa til eignamyndunar og verðmyndunar sem verður samhliða þessu. Þegar við áttum samtal við ráðuneytið sögðum við að við vildum fara ákveðna leið í því og að við treystum okkur til þess að sýna fram á að með því að veita okkur tiltekið fjármagn til þess að rannsaka hlutina í nýju ljósi myndi það leiða til þess að talsvert meira fé myndi skila sér í ríkissjóð," segir Karl Steinar. „Þetta er það sem er verið að hvetja öll lögreglulið í Evrópu til þess að gera." Mikil þörf sé á áherslubreytingum þar sem Ísland hefur meðal annars þótt hafa sérstöðu að því leyti að auðvelt sé að koma illa fengnu fé í umferð. „Það þykja ekki undarleg viðskipti að kaupa sér bíl og koma með fjórar eða fimm milljónir í bakpoka. Þetta er ekki að gerast í Evrópu undir venjulegum kringumstæðum að ég tel þar sem þessi viðskipti yrðu tilkynnt. Þau eru ekki tilkynnt hér á Íslandi, menn hafa ekki gert það."
Lögreglumál Mest lesið Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Innlent Fleiri fréttir Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Sjá meira