Trump skiptir um skoðun og segir Mueller ekki eiga að fara fyrir þingnefnd Andri Eysteinsson skrifar 5. maí 2019 23:48 Persónur og leikendur. frá vinstri, Dómsmálaráðherrann Barr- forsetinn Trump-Mueller rannsakandi. Getty/Samsett Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseta hefur snúist hugur í þeirri afstöðu sinni að William Barr, dómsmálaráðherra landsins, eigi að ákveða hvort Robert Mueller, höfundur hinnar umtöluðu Mueller skýrslu, fari fyrir þingnefnd. Trump er nú á því að Mueller eigi alls ekki að fara fyrir nefndina. AP greinir frá. Þingmenn demókrata hafa ítrekað kallað eftir því að Mueller segi þingnefndinni sína túlkun á niðurstöðum Rússarannsóknarinnar svokölluðu. Nefndarmaður úr röðum demókrata, David Cicilline frá Rhode Island, sagði demókrata vera bjartsýna um að Mueller kæmi fyrir nefndina bráðlega og var 15. Maí nefndur sem líkleg tímasetning nefndarfundarins.Cicilline sagði í viðtali við Fox News Sunday að þjóðin ætti rétt á því að heyra hvað Mueller hafi að segja um rannsóknina og niðurstöður hennar. Bandaríkjaforseti, sem hafði í síðustu viku lýst því yfir að William Barr, dómsmálaráðherra, ætti að taka ákvörðun um hvort Mueller færi fyrir nefndina eður ei, tísti skömmu eftir viðtalið við Cicilline þeim skilaboðum að „Bob Mueller ætti ekki að bera vitni, Demókratar fá ekki að reyna aftur“ Þá tísti hann einnig orðum sem hafa heyrst margsinnis í kringum Mueller-skýrsluna „Ekkert samráð, engin hindrun.“....to testify. Are they looking for a redo because they hated seeing the strong NO COLLUSION conclusion? There was no crime, except on the other side (incredibly not covered in the Report), and NO OBSTRUCTION. Bob Mueller should not testify. No redos for the Dems! — Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 5, 2019 William Barr dómsmálaráðherra hafði áður sagt að ekkert væri því til fyrirstöðu að Mueller færi fyrir þingnefnd. Formaður nefndarinnar sem Mueller færi fyrir, repúblikaninn Lindsey Graham, hefur greint frá því að hann stefni ekki á að boða Mueller á fund nefndarinnar.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fleiri fréttir Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Sjá meira