Konur í meirihluta í nýrri ríkisstjórn Finnlands Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 10:59 Ellefu af nítján ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Finnlands eru konur. Getty Ellefu af nítján ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Finnlands eru konur. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Antti Rinne, leiðtoga Jafnaðarmanna, voru kynntir til sögunnar í gær, en stjórnvarmyndunarviðræður höfðu þá staðið í fjölda vikna. Rinne tekur við embætti forsætisráðherra af Juha Sipilä, leiðtoga Miðflokksins. Alls eiga fimm flokkar aðild að nýrri ríkisstjórn – Jafnaðarmannaflokkurinn, Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstra sambandið og Sænski þjóðarflokkurinn – en enginn flokkur hlaut meira en 18 prósent fylgi í kosningunum. Hlutfall kvenna á finnska þinginu hefur aldrei verið hærra en nú, en alls eru 92 af þeim 200 þingmönnum sem tryggðu sér sæti í kosningunum í apríl, konur. Mika Lintilä frá Miðflokknum er nýr fjármálaráðherra landsins, Pekka Haavisto, formaður Græningja, nýr utanríkisráðherra. Matti Vanhanen, fyrrverandi forsætisráðherra og fulltrúi Miðflokksins, verður forseti þingsins. Ríkisstjórn Rinne hyggst verja auknu fjármagni í innviði, mennta- og velferðarmál og þá stendur til að styrkja stöðu sænskrar tungu í Finnlandi með því að gera sænsku að skyldufagi á ný í framhaldsskólanámi. Jafnaðarmannaflokkurinn varð stærstur í kosningunum, hlaut 17,7 prósent fylgi. Sannir Finnar hlutu 17,5 prósent fylgi, Þjóðarbandalagið 17 prósent. Miðflokkurinn 13,8 prósent, Græningjar, 11,5 prósent, Vinstra sambandið 8,2 prósent, Sænski þjóðarflokkurinn 4,5 prósent, Kristilegir demókratar 3,9 prósent. Finnland Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn í smíðum í Finnlandi Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn hyggst reyna að mynda nýja samsteypustjórn með Miðflokknum og þremur minni flokkum. 8. maí 2019 09:53 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Ellefu af nítján ráðherrum í nýrri ríkisstjórn Finnlands eru konur. Ráðherrar í nýrri ríkisstjórn Antti Rinne, leiðtoga Jafnaðarmanna, voru kynntir til sögunnar í gær, en stjórnvarmyndunarviðræður höfðu þá staðið í fjölda vikna. Rinne tekur við embætti forsætisráðherra af Juha Sipilä, leiðtoga Miðflokksins. Alls eiga fimm flokkar aðild að nýrri ríkisstjórn – Jafnaðarmannaflokkurinn, Miðflokkurinn, Græningjar, Vinstra sambandið og Sænski þjóðarflokkurinn – en enginn flokkur hlaut meira en 18 prósent fylgi í kosningunum. Hlutfall kvenna á finnska þinginu hefur aldrei verið hærra en nú, en alls eru 92 af þeim 200 þingmönnum sem tryggðu sér sæti í kosningunum í apríl, konur. Mika Lintilä frá Miðflokknum er nýr fjármálaráðherra landsins, Pekka Haavisto, formaður Græningja, nýr utanríkisráðherra. Matti Vanhanen, fyrrverandi forsætisráðherra og fulltrúi Miðflokksins, verður forseti þingsins. Ríkisstjórn Rinne hyggst verja auknu fjármagni í innviði, mennta- og velferðarmál og þá stendur til að styrkja stöðu sænskrar tungu í Finnlandi með því að gera sænsku að skyldufagi á ný í framhaldsskólanámi. Jafnaðarmannaflokkurinn varð stærstur í kosningunum, hlaut 17,7 prósent fylgi. Sannir Finnar hlutu 17,5 prósent fylgi, Þjóðarbandalagið 17 prósent. Miðflokkurinn 13,8 prósent, Græningjar, 11,5 prósent, Vinstra sambandið 8,2 prósent, Sænski þjóðarflokkurinn 4,5 prósent, Kristilegir demókratar 3,9 prósent.
Finnland Tengdar fréttir Ný ríkisstjórn í smíðum í Finnlandi Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn hyggst reyna að mynda nýja samsteypustjórn með Miðflokknum og þremur minni flokkum. 8. maí 2019 09:53 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Verið að bera konuna út Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Erlent Gunnlaugur Claessen er látinn Innlent Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna Erlent Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Fleiri fréttir Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Sjá meira
Ný ríkisstjórn í smíðum í Finnlandi Finnski Jafnaðarmannaflokkurinn hyggst reyna að mynda nýja samsteypustjórn með Miðflokknum og þremur minni flokkum. 8. maí 2019 09:53