„Við vitum það en núna er Mane sjálfur farinn að átta sig á því líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 11:30 Sadio Mane fagnar marki sínu í gær. Getty/Andrew Powell Sadio Mane hefur komið Liverpool til bjargar í markastíflu Mohamed Salah og Senegalinn skemmtilegi hefur þegar skorað níu deildarmörk á árinu 2019. Mohamed Salah hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð og hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir marki í búningi Liverpool. Sem betur fer fyrir Liverpool átti félagið annað markheppinn Afríkumann í sínu liði. Sadio Mane var enn á ný á skotskónum í gær þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri á Fulham. Mane skoraði fyrra markið og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði. Sadio Mane hefur farið á kostum að undanförnu. Senegalinn er með 7 mörk í síðustu 5 leikjum sínum og ellefu mörk í síðustu ellefu leikjum. Markið í gær þýðir að Sadio Mane er búinn að ná Mohamed Salah á markalistanum en báðir eru með 17 deildarmörk og samtals 20 mörk í öllum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir markaskor þeirra Mohamed Salah og Sadio Mane en þar má sjá hvernig Sadio Mane hefur unnið upp forskot Salah á síðustu vikum.Has Sadio Mane overtaken Salah as Liverpool's key man now? https://t.co/HHVdIqgY5Gpic.twitter.com/xg1T9v9Oin — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Ég elska það sem hann gerir. Hann sættir sig aldrei við það að standa kyrr eftir að hann sendir boltann. Hann vill senda boltann og keyra síðan inn í teiginn. Þetta er bara maður sem er rauðglóandi þessa stundina,“ sagði Jamie Redknapp á Sky Sports. „Þetta er ekki bara sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni því þetta er einn sá heitast í Evrópu,“ sagði Jamie Carragher um Mane og tölurnar bakka hann upp í því. Sadio Mane er kominn með níu deildarmörk á árinu 2019 en aðeins Sergio Aguero getur státað af því af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er heldur ekki að taka neinar vítaspyrnur. Hinir markahæstu mennirnir í deildinni eins og Salah, Harry Kane og Aguero eru allir að skora úr vítum. Mane er samt þarna uppi við hlið þeirra,“ sagði Carragher. „Sadio er að komast á þann aldur þar sem leikurinn er orðinn léttari fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn á móti Fulham. „Hann þarf ekki lengur að sannfæra alla um það á hverjum degi að hann sé góður í fótbolta. Við vitum öll að hann er heimsklassa leikmaður og núna er hann sjálfur farinn að átta sig á því líka,“ sagði Klopp. „Miðað við hugarfar hans og vinnusemi þá ætti hann að eiga flottan feril, jafnvel betri en hann hefur átt hingað til. Það er því mjög spennandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá hann bæta sinn enn meira. Við þurfum á hans allra besta að halda,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira
Sadio Mane hefur komið Liverpool til bjargar í markastíflu Mohamed Salah og Senegalinn skemmtilegi hefur þegar skorað níu deildarmörk á árinu 2019. Mohamed Salah hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð og hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir marki í búningi Liverpool. Sem betur fer fyrir Liverpool átti félagið annað markheppinn Afríkumann í sínu liði. Sadio Mane var enn á ný á skotskónum í gær þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri á Fulham. Mane skoraði fyrra markið og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði. Sadio Mane hefur farið á kostum að undanförnu. Senegalinn er með 7 mörk í síðustu 5 leikjum sínum og ellefu mörk í síðustu ellefu leikjum. Markið í gær þýðir að Sadio Mane er búinn að ná Mohamed Salah á markalistanum en báðir eru með 17 deildarmörk og samtals 20 mörk í öllum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir markaskor þeirra Mohamed Salah og Sadio Mane en þar má sjá hvernig Sadio Mane hefur unnið upp forskot Salah á síðustu vikum.Has Sadio Mane overtaken Salah as Liverpool's key man now? https://t.co/HHVdIqgY5Gpic.twitter.com/xg1T9v9Oin — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Ég elska það sem hann gerir. Hann sættir sig aldrei við það að standa kyrr eftir að hann sendir boltann. Hann vill senda boltann og keyra síðan inn í teiginn. Þetta er bara maður sem er rauðglóandi þessa stundina,“ sagði Jamie Redknapp á Sky Sports. „Þetta er ekki bara sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni því þetta er einn sá heitast í Evrópu,“ sagði Jamie Carragher um Mane og tölurnar bakka hann upp í því. Sadio Mane er kominn með níu deildarmörk á árinu 2019 en aðeins Sergio Aguero getur státað af því af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er heldur ekki að taka neinar vítaspyrnur. Hinir markahæstu mennirnir í deildinni eins og Salah, Harry Kane og Aguero eru allir að skora úr vítum. Mane er samt þarna uppi við hlið þeirra,“ sagði Carragher. „Sadio er að komast á þann aldur þar sem leikurinn er orðinn léttari fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn á móti Fulham. „Hann þarf ekki lengur að sannfæra alla um það á hverjum degi að hann sé góður í fótbolta. Við vitum öll að hann er heimsklassa leikmaður og núna er hann sjálfur farinn að átta sig á því líka,“ sagði Klopp. „Miðað við hugarfar hans og vinnusemi þá ætti hann að eiga flottan feril, jafnvel betri en hann hefur átt hingað til. Það er því mjög spennandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá hann bæta sinn enn meira. Við þurfum á hans allra besta að halda,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Enski boltinn Fleiri fréttir Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Í beinni: West Ham - Tottenham | Spurs gæti frumsýnt nýju mennina Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Postecoglou að taka við Forest Nuno rekinn frá Forest Segir að treyja Man United sé þung byrði Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Sjá meira