„Við vitum það en núna er Mane sjálfur farinn að átta sig á því líka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 11:30 Sadio Mane fagnar marki sínu í gær. Getty/Andrew Powell Sadio Mane hefur komið Liverpool til bjargar í markastíflu Mohamed Salah og Senegalinn skemmtilegi hefur þegar skorað níu deildarmörk á árinu 2019. Mohamed Salah hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð og hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir marki í búningi Liverpool. Sem betur fer fyrir Liverpool átti félagið annað markheppinn Afríkumann í sínu liði. Sadio Mane var enn á ný á skotskónum í gær þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri á Fulham. Mane skoraði fyrra markið og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði. Sadio Mane hefur farið á kostum að undanförnu. Senegalinn er með 7 mörk í síðustu 5 leikjum sínum og ellefu mörk í síðustu ellefu leikjum. Markið í gær þýðir að Sadio Mane er búinn að ná Mohamed Salah á markalistanum en báðir eru með 17 deildarmörk og samtals 20 mörk í öllum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir markaskor þeirra Mohamed Salah og Sadio Mane en þar má sjá hvernig Sadio Mane hefur unnið upp forskot Salah á síðustu vikum.Has Sadio Mane overtaken Salah as Liverpool's key man now? https://t.co/HHVdIqgY5Gpic.twitter.com/xg1T9v9Oin — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Ég elska það sem hann gerir. Hann sættir sig aldrei við það að standa kyrr eftir að hann sendir boltann. Hann vill senda boltann og keyra síðan inn í teiginn. Þetta er bara maður sem er rauðglóandi þessa stundina,“ sagði Jamie Redknapp á Sky Sports. „Þetta er ekki bara sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni því þetta er einn sá heitast í Evrópu,“ sagði Jamie Carragher um Mane og tölurnar bakka hann upp í því. Sadio Mane er kominn með níu deildarmörk á árinu 2019 en aðeins Sergio Aguero getur státað af því af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er heldur ekki að taka neinar vítaspyrnur. Hinir markahæstu mennirnir í deildinni eins og Salah, Harry Kane og Aguero eru allir að skora úr vítum. Mane er samt þarna uppi við hlið þeirra,“ sagði Carragher. „Sadio er að komast á þann aldur þar sem leikurinn er orðinn léttari fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn á móti Fulham. „Hann þarf ekki lengur að sannfæra alla um það á hverjum degi að hann sé góður í fótbolta. Við vitum öll að hann er heimsklassa leikmaður og núna er hann sjálfur farinn að átta sig á því líka,“ sagði Klopp. „Miðað við hugarfar hans og vinnusemi þá ætti hann að eiga flottan feril, jafnvel betri en hann hefur átt hingað til. Það er því mjög spennandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá hann bæta sinn enn meira. Við þurfum á hans allra besta að halda,“ sagði Klopp. Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira
Sadio Mane hefur komið Liverpool til bjargar í markastíflu Mohamed Salah og Senegalinn skemmtilegi hefur þegar skorað níu deildarmörk á árinu 2019. Mohamed Salah hefur ekki skorað í sjö leikjum í röð og hefur aldrei þurft að bíða svona lengi eftir marki í búningi Liverpool. Sem betur fer fyrir Liverpool átti félagið annað markheppinn Afríkumann í sínu liði. Sadio Mane var enn á ný á skotskónum í gær þegar Liverpool endurheimti toppsæti ensku úrvalsdeildarinnar með 2-1 útisigri á Fulham. Mane skoraði fyrra markið og sigurmarkið kom síðan úr vítaspyrnu sem hann fiskaði. Sadio Mane hefur farið á kostum að undanförnu. Senegalinn er með 7 mörk í síðustu 5 leikjum sínum og ellefu mörk í síðustu ellefu leikjum. Markið í gær þýðir að Sadio Mane er búinn að ná Mohamed Salah á markalistanum en báðir eru með 17 deildarmörk og samtals 20 mörk í öllum keppnum. Hér fyrir neðan má sjá línurit yfir markaskor þeirra Mohamed Salah og Sadio Mane en þar má sjá hvernig Sadio Mane hefur unnið upp forskot Salah á síðustu vikum.Has Sadio Mane overtaken Salah as Liverpool's key man now? https://t.co/HHVdIqgY5Gpic.twitter.com/xg1T9v9Oin — Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) March 17, 2019„Ég elska það sem hann gerir. Hann sættir sig aldrei við það að standa kyrr eftir að hann sendir boltann. Hann vill senda boltann og keyra síðan inn í teiginn. Þetta er bara maður sem er rauðglóandi þessa stundina,“ sagði Jamie Redknapp á Sky Sports. „Þetta er ekki bara sá heitasti í ensku úrvalsdeildinni því þetta er einn sá heitast í Evrópu,“ sagði Jamie Carragher um Mane og tölurnar bakka hann upp í því. Sadio Mane er kominn með níu deildarmörk á árinu 2019 en aðeins Sergio Aguero getur státað af því af leikmönnum í ensku úrvalsdeildinni. „Hann er heldur ekki að taka neinar vítaspyrnur. Hinir markahæstu mennirnir í deildinni eins og Salah, Harry Kane og Aguero eru allir að skora úr vítum. Mane er samt þarna uppi við hlið þeirra,“ sagði Carragher. „Sadio er að komast á þann aldur þar sem leikurinn er orðinn léttari fyrir hann,“ sagði Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, eftir leikinn á móti Fulham. „Hann þarf ekki lengur að sannfæra alla um það á hverjum degi að hann sé góður í fótbolta. Við vitum öll að hann er heimsklassa leikmaður og núna er hann sjálfur farinn að átta sig á því líka,“ sagði Klopp. „Miðað við hugarfar hans og vinnusemi þá ætti hann að eiga flottan feril, jafnvel betri en hann hefur átt hingað til. Það er því mjög spennandi fyrir stuðningsmenn Liverpool að sjá hann bæta sinn enn meira. Við þurfum á hans allra besta að halda,“ sagði Klopp.
Enski boltinn Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Sjá meira