Trump leggur til handtöku pólitísks andstæðings Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 30. september 2019 18:30 Bandaríski forsetinn fór mikinn á Twitter í dag. Tjáði hann sig þar einkum um hið svokallaða Úkraínumál, sem er nú í hámæli í Bandaríkjunum. Málið snýst einna helst um símtal Trumps við Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu fór Trump fram á rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata, í Úkraínu. Trump er sagður hafa gert rannsóknina að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðaraðstoð. Engin gögn hafa komið fram sem benda til þess að afskipti Bidens hafi verið óeðlileg eða í þágu sonar síns, eins og Trump heldur fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hafnaði einnig í dag þeirri staðhæfingu Trump-liða að kínversk stjórnvöld hafi gefið syni Bidens hálfan annan milljarð dala vegna samningaviðræðna ríkjanna. Á Twitter stakk Trump upp á því að Adam Schiff, formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildar þingsins, yrði handtekinn fyrir landráð. Sagði hann að Schiff hafi á ólöglegan hátt skáldað ummæli og eignað forsetanum.Tíst Trumps um Schiff í dag.„Ég ætla bara að segja þetta sjö sinnum, þannig hlustaðu vel. Ég vil að þú grafir upp skít á pólitískan andstæðing minn, skilurðu?“ Þetta er brot af þeim ummælum sem Trump vitnar til. Þau féllu á nefndarfundi á fimmtudag er Schiff var að umorða, og ýkja, það sem Trump sagði í símtalinu. Slíkt er ekki ólöglegt. Selenskíj tjáði sig sjálfur um málið í dag. Sagði Úkraínu sjálfstætt ríki sem þyrfti ekki að hlýða kröfum annarra en hélt opnum möguleikanum á rannsókn. Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Bandaríski forsetinn fór mikinn á Twitter í dag. Tjáði hann sig þar einkum um hið svokallaða Úkraínumál, sem er nú í hámæli í Bandaríkjunum. Málið snýst einna helst um símtal Trumps við Volodímír Selenskíj Úkraínuforseta. Í símtalinu fór Trump fram á rannsókn á meintum óeðlilegum afskiptum Joes Biden, líklegs forsetaframbjóðanda Demókrata, í Úkraínu. Trump er sagður hafa gert rannsóknina að skilyrði fyrir áframhaldandi hernaðaraðstoð. Engin gögn hafa komið fram sem benda til þess að afskipti Bidens hafi verið óeðlileg eða í þágu sonar síns, eins og Trump heldur fram. Kínverska utanríkisráðuneytið hafnaði einnig í dag þeirri staðhæfingu Trump-liða að kínversk stjórnvöld hafi gefið syni Bidens hálfan annan milljarð dala vegna samningaviðræðna ríkjanna. Á Twitter stakk Trump upp á því að Adam Schiff, formaður upplýsingamálanefndar fulltrúadeildar þingsins, yrði handtekinn fyrir landráð. Sagði hann að Schiff hafi á ólöglegan hátt skáldað ummæli og eignað forsetanum.Tíst Trumps um Schiff í dag.„Ég ætla bara að segja þetta sjö sinnum, þannig hlustaðu vel. Ég vil að þú grafir upp skít á pólitískan andstæðing minn, skilurðu?“ Þetta er brot af þeim ummælum sem Trump vitnar til. Þau féllu á nefndarfundi á fimmtudag er Schiff var að umorða, og ýkja, það sem Trump sagði í símtalinu. Slíkt er ekki ólöglegt. Selenskíj tjáði sig sjálfur um málið í dag. Sagði Úkraínu sjálfstætt ríki sem þyrfti ekki að hlýða kröfum annarra en hélt opnum möguleikanum á rannsókn.
Bandaríkin Donald Trump Ákæruferli þingsins gegn Trump Úkraína Tengdar fréttir Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21 Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30 Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00 Mest lesið Rétt náði að stilla hjálminn sem bjargaði lífi dótturinnar Innlent Stærsti óttinn varð að veruleika á þriðja degi af 90 Innlent „Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“ Innlent Ökumaður dráttarvélarinnar fluttur með þyrlu Innlent Fjögurra ára martröð Karlottu lauk með sýknudómi Innlent Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Erlent Oscar fluttur úr landi á þriðjudag Innlent Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Átta nemendur með ágætiseinkunn Innlent Margt til fyrirmyndar á Íslandi en gerir athugasemd við einangrunarvistun ódæmdra fanga Innlent Fleiri fréttir Segir Ísraelsher hafa myrt leiðtoga Hamas Tuttugu ára fangelsisvist fyrir kynferðisbrot gegn 299 börnum Merz lofaði Selenskíj aðstoð við langdrægar skotflaugar Vísaði frá máli gegn orkurisa vegna bráðnunar jökla Á góðri leið með loftslagsmarkmið standi ESB-ríki við sitt Náðar raunveruleikastjörnur sem sviku tugmilljónir dala út úr bönkum Stöðva vegabréfsáritanir námsmanna og rannsaka umsækjendur nánar Geimfar SpaceX splundraðist eftir 45 mínútna flug Springur Starship í þriðja sinn í röð? „Hann er að leika sér að eldinum!“ Sakaður um morðtilraun og akstur undir áhrifum fíkniefna Náðar spilltan fógeta Telja vanrækslu hafa valdið mannskæðu þyrluslysi í Finnlandi Fjögur börn í hópi þeirra mest slösuðu „Bara sjokk hvað maður var nálægt þessu“ Einn í haldi eftir að ekið var á fólk í Liverpool Deila enn um „stóra fallega“ frumvarpið Hnekkti dómi fyrrverandi kanslara fyrir meinsæri Hjónaerjur í opinberri heimsókn Macrons Mestu árásirnar hingað til, aftur Kim reiður yfir misheppnaðri sjósetningu Útskrifuð af geðdeild daginn fyrir stunguárásina í Hamborg Konur og karlar fái sortuæxli á ólíkum stöðum Mannfall þegar skólabygging var sprengd Segir Pútín „genginn af göflunum“ og íhugar refsiaðgerðir Frestar fimmtíu prósenta tollum á Evrópusambandið Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Sjá meira
Ríkisstjórn Trump endurnýjar rannsókn á tölvupóstum Clinton Utanríkisráðuneyti Trump reynir nú að blása lífi í eitt helsta hitamál kosninganna árið 2016: tölvupósta Hillary Clinton. 29. september 2019 08:21
Biden krefst þess að Giuliani verði ekki boðið í fleiri viðtöl Rudy Giuliani, einkalögmaður Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, segir að hann muni ekki svara spurningum þingmanna án þess að fá leyfi frá Trump. 29. september 2019 22:30
Ætla að svipta hulunni af fleiri símtölum Trump Þingmenn Demókrataflokksins eru staðráðnir í því að koma höndum yfir eftirrit og önnur gögn um símtöl Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, við aðra þjóðarleiðtoga eins og Vladimir Pútín, forseta Rússlands. 29. september 2019 23:00