Vilja auka þekkingu en ekki stöðva kynferðislega tjáningu Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 14:18 Halla Gunnarsdóttir er formaður stýrihóps sem móta á stefnu um stafrænt kynferðisofbeldi. Fréttablaðið/Vilhelm Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér. Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Í stefnumótun um stafrænt kynferðisofbeldi er litið til löggjafar, forvarna og fræðslu. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihóps um stefnumótunina, segir yngri kynslóðir sem alist hafa upp við myndatökur frá því í móðurkviði þurfi skýr skilaboð um hvar mörkin liggja í myndatökum og myndbirtingum. Á málþingi um stafrænt kynferðisofbeldi sem haldið er í Háskólanum í Reykjavík í dag verður kynnt hvaða leiðir aðrar þjóðir hafa farið í lagasetningu og forvörnum. Forsætisráðherra hefur skipað stýrihóp til að móta stefnu um málið hér á landi. Halla Gunnarsdóttir, formaður stýrihópsins, segir stefnuna snúast um samspil löggjafar og tækni enda sé stafrænt kynferðisofbeldi nýjasta birtingarmynd kynferðisofbeldis og breytist stöðugt samfara hröðum tækniframförum. „Með tækninni urðu til nýjar tegundir af ofbeldi og við þurfum að skilja þær og átta okkur á því hvernig það virkar og hversu hratt það breytist til að geta spornað gegn því.“ Halla segir lagasetningu ekki duga eina og sér, auka þurfi þekkingu í kerfinu og meðal almennings. Ekki síst meðal yngra fólks sem hefur alist upp með internetinu. „Við erum hálfpartinn búin að ala þau upp í veruleika að ef þú tekur ekki mynd af því þá átti það sér ekki stað. Þannig að þegar þau fara að nýta þessa tækni, þegar þau verða kynþroska og kynferðislega virk, þá er kannski ekki skrýtið að þau taki myndir af sjálfum sér og hvert öðru. Þekking á því hvað má og hvað má ekki ekki gera við þessar myndir hún þarf auðvitað að vera fyrir hendi til að sporna gegn slæmum hliðum. Á sama tíma viljum við ekki stöðva kynferðislega tjáningu hvort sem það er unglingar eða fullorðið fólk,“ segir Halla Gunnarsdóttir Málþingið hófst klukkan tvö í Háskóla Reykjavíkur og má sjá það í beinni útsendingu hér.
Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31 Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Kolbrún og Halla í forsætisráðuneytið Halla Gunnarsdóttir og Kolbrún Halldórsdóttir hafa verið ráðnar til starfa í forsætisráðuneytinu. 8. mars 2018 18:31
Nýrri jafnréttisskrifstofu komið á fót Katrín Jakobsdóttir auglýsir eftir skrifstofustjóra. 19. desember 2018 08:52