Sóttvarnalæknir skorar á ráðherra að gera bólusetningu gegn hlaupabólu almenna Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. febrúar 2019 19:00 Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Eitt barn lést í fyrra vegna hlaupabólu hér á landi og segir sóttvarnarlæknir að sjúkdómurinn geti orðið mjög alvarlegur og eru nokkur dæmi um að börn hafi þurft að leggjast inn á spítala vegna hans. Embætti landlæknis skorar nú á ráðherra að gera bólusetningu barna gegn hlaupabólu almenna. Eins og staðan er í dag eru um fimm prósent íslenskra barna bólusett gegn hlaupabólu. Bólusetningin er ekki hluti af reglubundinni bólusetningu barna, en sumir foreldrar kjósa að bólusetja börn sín og kaupa lyfið þá sjálf. Þórólfur Guðnason, sóttvarnarlæknir segir að undanfarin misseri hafi Embætti landlæknis fundið fyrir talsverðum þrýstingi, bæði frá almenningi og heilbrigðisstarfsfólki, að taka þessa bólusetningu inn í almenna bólusetningu. Nokkur lönd í Evrópu hafi farið þessa leið sem hafi reynst mjög vel. „Við erum að skoða það mjög alvarlega hvort það eigi ekki að gera það og höfum skorað á ráðherra að það verði gert,“ segir Þórólfur. Nú sé beðið eftir vilyrði og fjárveitingu frá stjórnvöldum. Þórólfur segir að nánast öll íslensk börn fái hlaupabólu fyrir tíu ára aldur, í flestum tilfellum séu börn veik í um eina viku og sjúkdómurinn verði ekki alvarlegur. „Í nokkrum tilvikum þá getur hlaupabóla verið ansi alvarleg og í stöku tilfellum getur hún orðið lífshættuleg og börn geta þurft að leggjast inn á spítala og í stöku tilfellum geta börn dáið úr þessu en það er sem betur fer mjög sjaldgjæft.“Hefur það gerst á Íslandi? „Já, það gerðist á síðasta ári að eitt barn lést.“ Þá glíma hluti þeirra barna sem fá hlaupabólu við alvarlegar afleiðingar. „Sérstaklega húðsýkingar og sum börn þarf að leggja inn á sjúkrahús vegna þessa,“ segir Þórólfur. Þá geti hlaupabóla einnig verið mjög alvarlegur sjúkdómur hjá fullorðnum einstaklingum. „Þetta er hagkvæm bólusetning og hún er hættulaus. Og mjög áhrifarík í því að koma í veg fyrir hlaupabólu og kemur í veg fyrir Ristil síðar meir hjá fullorðnum sem getur verið mjög alvarlegur og erfiður sjúkdómur. Þannig það er í raun ekkert því til fyrirstöðu að hefja hér almenna bólusetningu ef við fáum fjármagn til að gera það,“ segir Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.
Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira