Gætu hafa stofnað öryggi farþega í hættu með mælasvindlinu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. febrúar 2019 22:30 Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir svindl Procar bílaleigunnar vera grafalvarlegt. Fréttablaðið/Anton Brink Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. Þetta sagði Runólfur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að meðalakstur hefðbundinna fjölskyldubíla sé í kringum 15.000 kílómetrar á ári en bílaleigubílum sé ekið að minnsta kosti tvisvar ef ekki þrisvar sínum meira en það. Hann vekur athygli á því að þegar bíl er ekið tiltekinn kílómetrafjölda beri að skoða ástand hans. „Bílar sem eru með svokallaða tímareim ber að kanna ástandið á henni og skipta henni út. Fólk getur lent í því að vera í góðri út að aka og allt í einu gefur sig tímareim með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Runólfur. Hann segir að svindl bílaleigunnar sé ekki einungis til þess fallið að auka virði bílsins heldur sé honum ýtt framar í goggunarröðinni. „Fólk hefur meiri áhuga á því að bíllinn sé minna ekinn. Hann vekur meiri athygli og verður auðseljanlegri,“ segir Runólfur.Óvenjuhátt hlutfall bílaleigubíla hér á landi Runólfur segir að það sé óvenjuhátt hlutfall bílaleigubíla hér á landi og að svindl Procar bílaleigunnar hafi skaðað margar bílaleigur að ósekju. Hann segir að tvær ástæður séu fyrir þessum fjölda bílaleigubíla í flota landsmanna. Annars vegar sé það ferðaþjónustan sem hafi staðið í blóma síðustu ár og hins vegar hafi efnahagshrunið árið 2008 gert það að verkum að til skamms tíma hafi minna verið um nýlega bíla í endursölu aðra en þá bíla sem áður höfðu verið leigðir út til ferðamanna. Runólfur segir svindl Procar hafi komið ansi mörgum í opna skjöldu. „Það verður að viðurkennast að það voru ansi margir gripnir í bólinu og meðal annars við. Við einhvern veginn trúðum því ekki að það væru einhverjir að stunda svona iðju.“Runólfur segir að svindl Procar bílaleigunnar hafi komið mörgum í opna skjöldu.Vísir/Hanna„Hvað viltu hafa bílinn þinn mikið ekinn?“ Hann bendir jafnframt á að svindlið sem upp komst í fréttaskýringaþættinum Kveik sé aðeins hluti af stærra vandamáli vegna þess að úti í heimi þekkist það að óprúttnir aðilar bjóði almenningi upp á þessa „þjónustu“. „Þeir koma heim til þín og spyrja hvað viltu hafa bílinn þinn mikið ekinn?“ Runólfur hvetur eigendur notaðra bíla til að hafa samband við fagaðila á borð við bifreiðaumboðin til að fá úr því skorið hver akstursstaðan sé. Þá ætti að vera hægt að nálgast þjónustusögu ökutækisins. Samráðsvettvangur til að bregðast við ástandinu „Ef menn hafa grun um eitthvað óeðlilegt ættu þeir að setja sig í samband við þá bílaleigu sem á hlut að máli og fá upplýsingar hjá þeim úr leigusamningum og fá að sjá þjónustubók bifreiðarinnar þannig að það sé hægt að sannreyna upplýsingar,“ segir Runólfur sem á ekki von á öðru en að umboðin og bílaleigurnar taki vel á móti áhyggjufullum bílaeigendum í ljósi aðstæðina. „Það eru þarna leigur sem eru með allt sitt til fyrirmyndar. Þær munu væntanlega gera allt sem hægt er til að upplýsa markaðinn um hvernig staðan er hjá þeim. Við höfum til að mynda sett okkur í samband við forvígismenn bílaleiga hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, við höfum verið í samtölum við Neytendastofu og Samgöngustofu og síðan Bílgreinasambandið fyrir hönd bílagreinarinnar og hugmyndin er að koma á samráðsvettvangi til að leita leiða til að greiða leið neytenda á þessum tímamótum.“ Runólfur bendir þó á að þrátt fyrir að ekkert hafi verið átt við kílómetramæli tiltekins bíls sem keyptur var í Procar dregur það eitt að hann hafi verið í eigu bílaleigunnar úr verðgildi hans og gerir það jafnvel að verkum að það gæti orðið verulega erfitt að selja hann. Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að það sé grafalvarlegt mál að eiga við kílómetramæli bíls. Það sé ekki aðeins fjárhagslegt tjón sem gæti hlotist af svindli Procar heldur snerti málið einnig öryggi farþega. Þetta sagði Runólfur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis í dag. Hann segir að meðalakstur hefðbundinna fjölskyldubíla sé í kringum 15.000 kílómetrar á ári en bílaleigubílum sé ekið að minnsta kosti tvisvar ef ekki þrisvar sínum meira en það. Hann vekur athygli á því að þegar bíl er ekið tiltekinn kílómetrafjölda beri að skoða ástand hans. „Bílar sem eru með svokallaða tímareim ber að kanna ástandið á henni og skipta henni út. Fólk getur lent í því að vera í góðri út að aka og allt í einu gefur sig tímareim með tilheyrandi afleiðingum,“ segir Runólfur. Hann segir að svindl bílaleigunnar sé ekki einungis til þess fallið að auka virði bílsins heldur sé honum ýtt framar í goggunarröðinni. „Fólk hefur meiri áhuga á því að bíllinn sé minna ekinn. Hann vekur meiri athygli og verður auðseljanlegri,“ segir Runólfur.Óvenjuhátt hlutfall bílaleigubíla hér á landi Runólfur segir að það sé óvenjuhátt hlutfall bílaleigubíla hér á landi og að svindl Procar bílaleigunnar hafi skaðað margar bílaleigur að ósekju. Hann segir að tvær ástæður séu fyrir þessum fjölda bílaleigubíla í flota landsmanna. Annars vegar sé það ferðaþjónustan sem hafi staðið í blóma síðustu ár og hins vegar hafi efnahagshrunið árið 2008 gert það að verkum að til skamms tíma hafi minna verið um nýlega bíla í endursölu aðra en þá bíla sem áður höfðu verið leigðir út til ferðamanna. Runólfur segir svindl Procar hafi komið ansi mörgum í opna skjöldu. „Það verður að viðurkennast að það voru ansi margir gripnir í bólinu og meðal annars við. Við einhvern veginn trúðum því ekki að það væru einhverjir að stunda svona iðju.“Runólfur segir að svindl Procar bílaleigunnar hafi komið mörgum í opna skjöldu.Vísir/Hanna„Hvað viltu hafa bílinn þinn mikið ekinn?“ Hann bendir jafnframt á að svindlið sem upp komst í fréttaskýringaþættinum Kveik sé aðeins hluti af stærra vandamáli vegna þess að úti í heimi þekkist það að óprúttnir aðilar bjóði almenningi upp á þessa „þjónustu“. „Þeir koma heim til þín og spyrja hvað viltu hafa bílinn þinn mikið ekinn?“ Runólfur hvetur eigendur notaðra bíla til að hafa samband við fagaðila á borð við bifreiðaumboðin til að fá úr því skorið hver akstursstaðan sé. Þá ætti að vera hægt að nálgast þjónustusögu ökutækisins. Samráðsvettvangur til að bregðast við ástandinu „Ef menn hafa grun um eitthvað óeðlilegt ættu þeir að setja sig í samband við þá bílaleigu sem á hlut að máli og fá upplýsingar hjá þeim úr leigusamningum og fá að sjá þjónustubók bifreiðarinnar þannig að það sé hægt að sannreyna upplýsingar,“ segir Runólfur sem á ekki von á öðru en að umboðin og bílaleigurnar taki vel á móti áhyggjufullum bílaeigendum í ljósi aðstæðina. „Það eru þarna leigur sem eru með allt sitt til fyrirmyndar. Þær munu væntanlega gera allt sem hægt er til að upplýsa markaðinn um hvernig staðan er hjá þeim. Við höfum til að mynda sett okkur í samband við forvígismenn bílaleiga hjá Samtökum ferðaþjónustunnar, við höfum verið í samtölum við Neytendastofu og Samgöngustofu og síðan Bílgreinasambandið fyrir hönd bílagreinarinnar og hugmyndin er að koma á samráðsvettvangi til að leita leiða til að greiða leið neytenda á þessum tímamótum.“ Runólfur bendir þó á að þrátt fyrir að ekkert hafi verið átt við kílómetramæli tiltekins bíls sem keyptur var í Procar dregur það eitt að hann hafi verið í eigu bílaleigunnar úr verðgildi hans og gerir það jafnvel að verkum að það gæti orðið verulega erfitt að selja hann.
Bílaleigur Bílar Ferðamennska á Íslandi Lögreglumál Neytendur Procar Reykjavík síðdegis Tengdar fréttir Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15 Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09 Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54 Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15 Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Innlent Fleiri fréttir Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Fyrsta sjálfvirka bílaþvottastöðin opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Sjá meira
Grunaði Procar aldrei og telur sig illa svikinn Jóhann Lövdal, eigandi bílasölunnar Bílamarkaðarins, segir tíðindin af áralöngu svindli Procar þar sem stöðu á kílómetramæli bílaleigubíla var breytt, áfall fyrir stétt bílasala. 14. febrúar 2019 15:15
Fjöldi fólks leitað til Neytendasamtakanna vegna bílaleigubíla Breki Karlsson, formaður Neytendasamtakanna, segir fjölda félagsmanna hafa leitað aðstoðar hjá samtökunum síðustu daga. 16. febrúar 2019 13:09
Ráðherra um Procar: Aldrei hægt að koma í veg fyrir að menn brjóti lög af ásetningi Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir það óafsakanlegt þegar menn brjóti lög líkt og bílaleigan Procar hefur viðurkennt að hafa gert um árabil með því að eiga við akstursmæli bílaleigubíla. 14. febrúar 2019 11:54
Ekki hægt að sjá hvort átt er við akstursmæla Framkvæmdastjóri FÍB segir erfitt eða ómögulegt að sjá í sumum tilfellum hvort átt hafi verið við akstursmæla. 15. febrúar 2019 06:15