Lukaku heldur áfram að skjóta púðurskotum á móti bestu liðunum Tómas Þór Þórðarson skrifar 11. mars 2019 15:30 Romelu Lukaku skorar ekkert á móti þeim bestu. vísir/getty Manchester United tókst ekki að koma boltanum í netið á móti Arsenal í gær þegar að Skytturnar lögðu Ole Gunnar Solskjær og félaga í stórleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti, 2-0. United-menn horfðu væntanlega til Romelu Lukaku þegar kom að markaskorun enda var Belginn stóri búinn að vera á miklum skriði og skora tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum í röð í deild og Meistaradeild. Lukaku fékk svo sannarlega færi til að skora en tókst það ekki frekar en svo oft áður þegar að hann spilar á móti einum af hinum fimm bestu liðum deildarinnar (City, Liverpool, Tottenham, Chelsea og Arsenal) í ensku úrvalsdeildinni. Belganum er hreinlega fyrirmunað að skora á móti bestu liðunum í deildinni en svo tekur hann þau slakari og raðar inn mörkum nánast að vild þegar að hann er í stuði.Lukaku er nú búinn að spila átta leiki á móti bestu liðum deildarinnar á þessu tímabili. Hann er búinn að byrja sex af þessum átta leikjum og spila í heildina 527 mínútur án þess að koma boltanum í netið. Á móti restinni af deildinni er Lukaku búinn að spila 1.257 mínútur í 19 leikjum og skora tólf mörk en það gerir mark á 104 mínútna fresti. Eina stoðsendingin hans á tímabilinu í deildinni kom reyndar í 3-1 tapi gegn Manchester City fyrir áramót. Þessi tölfræði ætti ekki að koma neinum á óvart því Lukaku hefur gengið illa allan ferilinn að skora á móti bestu liðum ensku deildarinnar. Í fyrra spilaði hann til dæmis tíu leiki á móti stóru liðunum og skoraði eitt mark á 860 mínútum. Manchester United á eftir tvo leiki gegn toppliðunum áður en tímabilið er búið en það á eftir að taka á móti Manchester City og Chelsea á Old Trafford.Romelu Lukaku skaut í slá af markteig í gær.vísir/gettyLeikir United og Lukaku á móti bestu liðunum í vetur:27. ágú: Man. Utd - Tottenham 0-0 Lukaku spilaði allan leikinn20. okt: Chelsea - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði allan leikinn11. nóv: Man. City - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 33 mínútur5. des: Arsenal - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði 27 mínútur16. des: Liverpool - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 90 mínútur13. jan: Tottenham - Man. Utd 0-2 Lukaku spilaði 17 mínútur24. feb: Man. Utd - Liverpool 0-0 Lukaku spilaði 90 mínútur10. mar: Arsenal - Man. Utd 2-0 Lukaku spilaði 90 mínúturLukaku á móti topp sex: Átta leikir, 527 mínútur og ekkert markLukaku á móti restinni af deildinni: 19 leikir, 1.257 mínútur og 12 mörk (mark á 104 mínútna fresti)Lukaku í fyrra á móti top sex: 10 leikir, 860 mínútur og eitt mark Enski boltinn Tengdar fréttir Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00 Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00 Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Manchester United tókst ekki að koma boltanum í netið á móti Arsenal í gær þegar að Skytturnar lögðu Ole Gunnar Solskjær og félaga í stórleik í baráttunni um Meistaradeildarsæti, 2-0. United-menn horfðu væntanlega til Romelu Lukaku þegar kom að markaskorun enda var Belginn stóri búinn að vera á miklum skriði og skora tvö mörk í leik í síðustu þremur leikjum í röð í deild og Meistaradeild. Lukaku fékk svo sannarlega færi til að skora en tókst það ekki frekar en svo oft áður þegar að hann spilar á móti einum af hinum fimm bestu liðum deildarinnar (City, Liverpool, Tottenham, Chelsea og Arsenal) í ensku úrvalsdeildinni. Belganum er hreinlega fyrirmunað að skora á móti bestu liðunum í deildinni en svo tekur hann þau slakari og raðar inn mörkum nánast að vild þegar að hann er í stuði.Lukaku er nú búinn að spila átta leiki á móti bestu liðum deildarinnar á þessu tímabili. Hann er búinn að byrja sex af þessum átta leikjum og spila í heildina 527 mínútur án þess að koma boltanum í netið. Á móti restinni af deildinni er Lukaku búinn að spila 1.257 mínútur í 19 leikjum og skora tólf mörk en það gerir mark á 104 mínútna fresti. Eina stoðsendingin hans á tímabilinu í deildinni kom reyndar í 3-1 tapi gegn Manchester City fyrir áramót. Þessi tölfræði ætti ekki að koma neinum á óvart því Lukaku hefur gengið illa allan ferilinn að skora á móti bestu liðum ensku deildarinnar. Í fyrra spilaði hann til dæmis tíu leiki á móti stóru liðunum og skoraði eitt mark á 860 mínútum. Manchester United á eftir tvo leiki gegn toppliðunum áður en tímabilið er búið en það á eftir að taka á móti Manchester City og Chelsea á Old Trafford.Romelu Lukaku skaut í slá af markteig í gær.vísir/gettyLeikir United og Lukaku á móti bestu liðunum í vetur:27. ágú: Man. Utd - Tottenham 0-0 Lukaku spilaði allan leikinn20. okt: Chelsea - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði allan leikinn11. nóv: Man. City - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 33 mínútur5. des: Arsenal - Man. Utd 2-2 Lukaku spilaði 27 mínútur16. des: Liverpool - Man. Utd 3-1 Lukaku spilaði 90 mínútur13. jan: Tottenham - Man. Utd 0-2 Lukaku spilaði 17 mínútur24. feb: Man. Utd - Liverpool 0-0 Lukaku spilaði 90 mínútur10. mar: Arsenal - Man. Utd 2-0 Lukaku spilaði 90 mínúturLukaku á móti topp sex: Átta leikir, 527 mínútur og ekkert markLukaku á móti restinni af deildinni: 19 leikir, 1.257 mínútur og 12 mörk (mark á 104 mínútna fresti)Lukaku í fyrra á móti top sex: 10 leikir, 860 mínútur og eitt mark
Enski boltinn Tengdar fréttir Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00 Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00 Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00 Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Pílukastarinn biðst afsökunar á að hafa fallið á lyfjaprófinu og öllum lygunum Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Aston Villa - Man. United | Rauðu djöflarnir heimsækja heitasta lið deildarinnar Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Sjá meira
Svona lítur baráttan um Meistaradeildarsætin út fyrir endasprettinn Arsenal kom sér í fína stöðu með sigri á Manchester United. 11. mars 2019 15:00
Messan: De Gea hefur ekki varið víti í þrjú ár David de Gea, markvörður Man. Utd, var í umræðunni í Messunni í gær enda hefur hann ekki varið víti síðan árið 2016. 11. mars 2019 12:00
Jóhann Berg á skotskónum og Arsenal stöðvaði Solskjær: Sjáðu öll mörk gærdagsins Sjáðu öll mörkin frá leikjum gærdagsins í enska boltanum þar sem var mikið fjör. 11. mars 2019 08:00