Fótbolti

Sportpakkinn: Áhorfendur heima í stofu hlustuðu á samskipti dómarans á vellinum og myndbandsdómarans

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rhyan Grant fær hér að líta rauða spjaldið eftir að dómari leiksins hafði nýtt sér aðstoð frá Varsjánni.
Rhyan Grant fær hér að líta rauða spjaldið eftir að dómari leiksins hafði nýtt sér aðstoð frá Varsjánni. Getty/Mark Metcalfe

Varsjáin er mikið í umræðunni hjá knattspyrnuáhugafólki þessa dagana en það er ljóst að þjóðir fara misjafnlega að því að útfara hana. Arnar Björnsson skoðaði dæmi um hvernig Ástralar gera þetta.

Myndbandsdómgæsla er kannski orð ársins í íþróttaheiminum. Nú fer varla fram fótboltaleikur öðru vísi en að VAR-sjáin komi við sögu. Efstu liðin í áströlsku úrvalsdeildinni, Sydney FC og Melbourne City mættust í gær.

Áhorfendur heima í stofu gátu hlustað á samskipti dómarans á vellinum og myndbandsdómarans. Melbourne náði forystu um miðjan fyrri hálfleikinn en skömmu síðar braut Rhyan Grant hjá Sydney á Nathaniel Atkinson. Dómarinn gaf Grant gula spjaldið en þá greip myndbandsdómarinn inn í og lagði til að leikmaðurinn fengi rauða spjaldið fyrir háskaleik.  

Sydney vann leikinn 2-1 og er með 9 stiga forystu á Melbourne sem er í öðru sæti deildarinnar.

Það má sjá frétt Arnars Björnssonar hér fyrir neðan.

Klippa: Sportpakkinn: Áhorfendur heima í stofu hlustuðu á samskipti dómarans á vellinum og myndbandsdómarans



Fleiri fréttir

Sjá meira


×