Erlent

Flytja inn gervisnjó fyrir nýársfögnuð í Moskvu

Kjartan Kjartansson skrifar
Auð jörð var í Sarjadje-garði núna skömmu fyrir jól.
Auð jörð var í Sarjadje-garði núna skömmu fyrir jól. AP/Pavel Golovkin

Borgaryfirvöld í Moskvu hafa komið fyrir gervisnjó í miðborginni fyrir nýársfögnuð borgarinnar sökum snjóleysis. Desembermánuður stefnir í að vera sá hlýjasti í borginni í meira en 130 ár. Gervisnjórinn er meðal annars notaður til að búa snjóbrettabrekku.

„Snjórinn“ var fenginn með því að brjóta upp ís í skautahöllum borgarinnar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Honum hefur verið komið fyrir í Tverskajagötu, einu helsta breiðstræti borgarinnar, á Rauða torginu og víðar í miðborginni.

Allt útlit er fyrir að 2019 verði hlýjasta árið í Rússlandi frá upphafi mælinga. Í Moskvu var hitamet slegið 18. desember þegar hitinn náði 5,6°C. Fyrra met hafði staðið frá 1886. Vladímír Semjonov, rússnesku loftslagsfræðningur, segir að mildir vetur af þessu tagi séu bein afleiðing hnattrænnar hlýnunar af völdum manna og að þeir verði tíðari í framtíðinni.

Snjóföl var þó komin síðdegis í dag og spáð er meiri snjókomu síðar í vikunni samfara kólnandi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×