Segja flugeldasölu svipaða á milli ára Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. desember 2019 20:00 Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir. Áramót Flugeldar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira
Á morgun rennur upp síðasti dagur ársins 2019 og því margir á leið í gamlárspartý ýmist með stjörnuljós eða rakettur. Flugeldasala er nú í hámarki og hafa neytendur úr fjölmörgum sölustöðum að velja.Hvernig hefur salan gengið í ár? „Hún gengur ágætlega þetta fer hægt af stað en það gerir það alltaf. Þannig við vitum ekkert hvernig þetta fer fyrr en bara seinnipartinn á morgun,“ sagði Erla Rún Guðmundsdóttir, sölustjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar. „Já hún hefur bara gengið fínt. Bara svipað og í fyrra þannig þetta gengur bara þrusuvel.“ Verkefnastjóri KR segir Valsmenn læðast inn á sölu Knattspyrnufélagsins. „Maður hefur hitt menn frá öðrum liðum en það er mest um KR-inga,“ sagði Sveinbjörn Þorsteinsson, verkefnastjóri KR. Á hverju ári má sjá nýjungar í flugeldasölu, í ár eru það meðal annars hjartalaga stjörnuljós.Eruð þið með fastakúnna? „Jájá það eru fastir kúnnar, komnir nú þegar og við vitum af þeim í kvöld,“ sagði Magnús Þór Jónsson formaður knattspyrnudeildar ÍR.Finnst þér umræða um loftslagsmál hafa áhrif á söluna? „Nei ég held að það hafi ekki áhrif á söluna hjá okkur eða við finnum ekki fyrir því en maður heyrir af því og fólk er mikið að spyrja út í þetta,“ sagði Sveinbjörn. „Ekki spurning og það er mjög skiljanlegt. Við erum öll á þeim stað að vilja horfa til umhverfismála. Þetta árið erum við í samstarfi við Skóræktarfélag Reykjavíkur og ákveðin hlutdeild af hagnaðinum okkar fer í að kolefnisjafna og við bjóðum fólki að vera með okkur í því verkefni,“ sagði Magnús. Áramótabrennur verða á tíu stöðum í Reykjavík á morgun sem og víðsvegar á landsbyggðinni en í dag mátti sjá timburstafla bíða þess að verða brenndir.
Áramót Flugeldar Mest lesið Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar við austan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Sjá meira