Næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2019 13:14 Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum. Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira
Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Sjá meira