Næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála Nadine Guðrún Yaghi og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 31. desember 2019 13:14 Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum. Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Forsætisráðherra segir að næsta ár verði krefjandi á sviði efnahagsmála. Þá eru loftlagsmál henni ofarlega í huga. Venju samkvæmt á gamlársdag kom ríkisráð saman til fundar á Bessastöðum í morgun. Það rigndi á ráðherranna þegar þeir mættu einn af öðrum til fundarins á Bessastöðum í morgun. Fundurinn hófst klukkan ellefu í morgun en venjan er að hann byrji klukkan tíu. „Það var nú bara þannig að það urðu tafir á flugi sem ég átti að koma með í morgun, það var einhver bilun,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. En, hvað stendur upp úr á árinu að mati fjármálaráðherra?„Við vorum að ljúka einu afkastamesta þingi sögunnar. Og skattalækkanir því sem næst um 98 prósent framteljenda sjá skattalækkun núna um áramótin,“ segir Bjarni. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir árið hafa verið viðburðaríkt. „Þetta var auðvitað viðburðaríkt ár. Lífkjarasamningarnir sem voru undirritaðir í apríl eru mér auðvitað ofarlega í huga því á bak við þá var mikil vinna hjá aðilum vinnumarkaðarins og stjórnvöldum. Ég tel að það sem við höfum séð af ári, í kjölfarið, sé gott merki um það að við getum náð árangri í hagstjórn með því að láta vinnumarkaðsstefnu, peningastefnu og ríkisfjármálastefnu spila saman,“ segir Katrín. Hún bætir við að loftslagsmálin hafi einnig verið ofarlega á baugi. Mikilvægt sé að aðgerðir stjórnvalda í þeim efnum skili árangri sem fyrst. Katrín segir að árið 2020 verði krefjandi ár á sviði efnahagsmála. „Það skiptir máli núna að við höldum sjó, að við styrkjum opinbera fjárfestingu og tryggjum það að við náum bata í efnahagslífinu, stöðugum og jöfnum,“ segir Katrín að lokum.
Alþingi Efnahagsmál Loftslagsmál Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Maðurinn fundinn Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira