Ensku blöðin ósammála um framtíð Paul Pogba Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2019 09:00 Paul Pogba í einum af fáum leikjum sínum með Manchester United á leiktíðinni en þarna er hann í leik á móti Arsenal 30. september síðastliðinn. Getty/Ash Donelon Paul Pogba hefur ekki spilað með Manchester United liðinu síðan í lok september og Frakkinn hefur verið orðaður við Real Madrid í mjög langan tíma. Svo mikil er óvissan að ensku blöðin slá nú upp tveimur mjög mismundandi fréttum um hann. Paul Pogba hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í september en síðasti leikur hans með liði Manchester United var á móti Arsenal 30. september síðastliðinn. Paul Pogba hefur ekki farið leynt með það að hann vill komast til spænska félagsins Real Madrid og knattspyrnustjóri Real Madrid, Zinedine Zidane, vill líka fá hann til sín. Stuðningsmenn Manchester United hafa fengið að kynnast lífinu án Paul Pogba síðustu mánuði og það er spurning hvort að þetta sé rétti tíminn til að selja hann. Manchester United 'won't let Paul Pogba leave' for Real Madrid in January. Latest football gossip: https://t.co/xUaA9ne5I1#mufcpic.twitter.com/OgffRZ3rm9— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2019 Það er hins vegar mikil óvissa með hvað gerist þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og Paul Pogba verður búinn að ná sér af meiðslunum. Daily Mail slær því upp að Manchester United ætli ekki að leyfa honum að fara til Real Madrid í janúar og að Ole Gunnar Solskjær ætli sér að nota hann á seinni hluta tímabilsins. EXCLUSIVE: Man Utd hierarchy convinced Paul Pogba has played his last game for Red Devils | @DiscoMirrorhttps://t.co/1tJL8sNrQppic.twitter.com/tsQ6zN7QqJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 19, 2019 Í Mirror er aftur á móti allt önnur sýn á málið. Þar kemur fram að leikmenn og starfsmenn Manchester United séu sannfærðir um að Paul Pogba hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United og að hann verði seldur í janúar. Paul Pogba var keyptur til Manchester United fyrir 105 milljónir evra í ágúst 2016 og hann er enn „bara“ 26 ára gamall. Ef enska félagið mun selja hann þá mun hann örugglega kosta sitt. Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira
Paul Pogba hefur ekki spilað með Manchester United liðinu síðan í lok september og Frakkinn hefur verið orðaður við Real Madrid í mjög langan tíma. Svo mikil er óvissan að ensku blöðin slá nú upp tveimur mjög mismundandi fréttum um hann. Paul Pogba hefur verið að glíma við ökklameiðsli síðan í september en síðasti leikur hans með liði Manchester United var á móti Arsenal 30. september síðastliðinn. Paul Pogba hefur ekki farið leynt með það að hann vill komast til spænska félagsins Real Madrid og knattspyrnustjóri Real Madrid, Zinedine Zidane, vill líka fá hann til sín. Stuðningsmenn Manchester United hafa fengið að kynnast lífinu án Paul Pogba síðustu mánuði og það er spurning hvort að þetta sé rétti tíminn til að selja hann. Manchester United 'won't let Paul Pogba leave' for Real Madrid in January. Latest football gossip: https://t.co/xUaA9ne5I1#mufcpic.twitter.com/OgffRZ3rm9— BBC Sport (@BBCSport) December 20, 2019 Það er hins vegar mikil óvissa með hvað gerist þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar og Paul Pogba verður búinn að ná sér af meiðslunum. Daily Mail slær því upp að Manchester United ætli ekki að leyfa honum að fara til Real Madrid í janúar og að Ole Gunnar Solskjær ætli sér að nota hann á seinni hluta tímabilsins. EXCLUSIVE: Man Utd hierarchy convinced Paul Pogba has played his last game for Red Devils | @DiscoMirrorhttps://t.co/1tJL8sNrQppic.twitter.com/tsQ6zN7QqJ— Mirror Football (@MirrorFootball) December 19, 2019 Í Mirror er aftur á móti allt önnur sýn á málið. Þar kemur fram að leikmenn og starfsmenn Manchester United séu sannfærðir um að Paul Pogba hafi spilað sinn síðasta leik fyrir Manchester United og að hann verði seldur í janúar. Paul Pogba var keyptur til Manchester United fyrir 105 milljónir evra í ágúst 2016 og hann er enn „bara“ 26 ára gamall. Ef enska félagið mun selja hann þá mun hann örugglega kosta sitt.
Enski boltinn Mest lesið Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Handbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Körfubolti Fleiri fréttir Varalesturinn flæktist fyrir þýska tvíeykinu „Held að ég gæti ekki hætt í fótbolta“ Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Isak tæpur og Gakpo frá Rooney var hótað lífláti eftir að hann fór til Man Utd Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ „Liverpool hefði ekkert unnið ef það væri ekki fyrir Mo Salah“ Kærasta Haaland hefur fengið nóg Girti niður um liðsfélagann í markafagni Skuldir Man United nú meira en 127 milljarðar Tóku hetjuna með sér í Evrópuleikinn Af hverju spila ekki fleiri konur Fantasy? Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah „Ekki gleyma mér“ Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ „Hvað getur Slot gert?“ „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Ráðleggur leikmanni United að hætta sóa tíma sínum þar Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Bestu mörkin í desember 2006 verða vart toppuð: Scholes, Essien og Taylor Luke Littler fagnaði vel meðal stuðningsmanna Man. United Einmanalegt hjá Salah í ræktinni Alisson um Salah: „Afleiðing þess sem hann gerði“ Ofsótt af milljarðamæringi Sjáðu öll Manchester United-mörkin á Molineux í gær Carragher: „Ef Salah reynir að henda félaginu mínu undir rútuna veð ég í hann“ Úlfarnir lítil fyrirstaða fyrir Rauðu djöflana Sjá meira