Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:00 Farvel hafði beðið um lokagreiðslu fyrir ferðalag hjónanna aðeins tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð. Samsett Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu. Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu.
Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Loftgæði verði áfram slæm Innlent Árelía kveður borgarpólitíkina Innlent „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Innlent Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Innlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Innlent Alríki fjármagnað út janúar 2026 Erlent Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Erlent Fleiri fréttir Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Sjá meira
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07