Viðskipti innlent

Fjöldi Ís­lendinga í sárum eftir skyndi­lega lokun ís­lenskrar lúxus­ferða­þjónustu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Aðeins fimm dagar eru síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.
Aðeins fimm dagar eru síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel. Farvel

Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnam, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins.

Á vef Ferðamálastofu kemur fram að starfsemi Farvel hafi verið stöðvuð sem hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns. Heimasíðu Farvel hefur verið lokað en enn er Facebook-síðan opin þar sem fyrr í desember voru auglýstar lúxusferðir til Mexíkó og Balí.

Engin tilkynning er á Facebook-síðunni um að starfsemin hafði verið stöðvuð.

Hét áður Oríental

Farvel hóf starfsemi í mars 2016 og var Viktor Heiðdal Sveinsson í forsvari fyrir nýja fyrirtækið. Það byggði á gömlum grunni ferðaþjónustufyrirtækisins Oríental sem Viktor stofnaði áratug fyrr. Farvel sérhæfði sig til að byrja með í pakkaferðum til Asíu.

Viktor Heiðal hefur ekki svarað símtölum fréttastofu vegna málsins.

Á vef Ferðamálastofu segir að Farvel hafi ekki uppfyllt skilyrði laga um pakkaferðir og samtengda ferðatilhögun um skil gagna. Þá hafði Farvel ekki sinnt ákvörðun Ferðamálastofu um hækkun tryggingarfjárhæðar.

„Farvel ehf. hefur nú hætt starfsemi,“ segir á vef Ferðamálastofu.

Tryggingafé Farvel dugar ekki til

Stöðvun starfseminnar mun hafa áhrif á ferðaplön á milli 100 og 200 manns.

„Þar sem Farvel ehf. hefur ekki skilað inn hækkaðri tryggingu, í samræmi við vaxandi umsvif fyrirtækisins, liggur fyrir að tryggingafé Farvel dugar ekki til að endurgreiða áætlaðar kröfur þeirra sem hafa greitt fyrir eða inn á pakkaferðir á vegum fyrirtækisins,“ segir á vef Ferðamálastofu.

Fólk er hvatt til að kanna samhliða rétt sinn hjá tryggingafélögum og kortafyrirtækjum.

Ertu á ferðalagi með Farvel eða hafðirðu keypt ferð sem ekki verður farin? Sendu okkur línu á ritstjorn@visir.is.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
SYN
2,46
27
321.952
FESTI
0
5
63.908

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
-4,73
94
456.960
EIM
-3,21
17
602.240
MAREL
-3,1
44
328.901
REITIR
-2,96
15
105.484
KVIKA
-2,9
59
1.048.345
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.