Rukkuð um lokagreiðslu fyrir draumaferðina tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð Sylvía Hall skrifar 23. desember 2019 21:00 Farvel hafði beðið um lokagreiðslu fyrir ferðalag hjónanna aðeins tveimur dögum áður en starfsemin var stöðvuð. Samsett Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu. Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Sigríður Pálsdóttir og eiginmaður hennar höfðu samband við ferðaskrifstofuna Farvel fyrir um það bil ári síðan í því skyni að skipuleggja draumaferðina. Brottför var áætluð þann 4. janúar næstkomandi en nú virðist vera úti um mánaðarlangt draumafrí eftir skyndilega lokun ferðaskrifstofunnar Farvel. Ferðaskrifstofuleyfi Farvel var fellt úr gildi eftir að fyrirtækið skilaði ekki inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. Talið er að lokunin hafi áhrif á ferðaplön 100-200 manns samkvæmt upplýsingum á vef Ferðamálastofu.Sjá einnig: Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Aðeins tveimur dögum áður en þau fengu tilkynningu um lokun ferðaskrifstofunnar hafði Viktor Heiðdal Sveinsson, forsvarsmaður fyrirtækisins, samband við eiginmann Sigríðar og bað um að þau myndu leggja inn lokagreiðslu fyrir fyrirhugað ferðalag. Hún segir ólíklegt að hann hafi ekki vitað í hvað stefndi þá. „Þegar maður starfar við svona veit maður alveg í hvað stefnir nokkrum dögum fyrr,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segist ekkert hafa gengið að ná í Viktor eftir að þau fengu upplýsingar um lokun skrifstofunnar. „Hann lætur bara ekki ná í sig.“ Rúm vika er síðan haustferð 2020 til Balí var auglýst á Facebook-síðu Farvel.Farvel Engin svör og ólíklegt að kröfur verði greiddar að fullu Sigríður segist verulega ósátt við vinnubrögð Farvel, enda hafi þau skipulagt fríið með ferðaskrifstofunni í um það bil heilt ár. Þau hafi greitt þær greiðslur sem beðið var um og gert viðeigandi ráðstafanir og komin með frí frá vinnu í janúar. Hún segir þau tvímælalaust ætla að leita réttar síns vegna málsins og hafa haft samband við lögfræðing. Það sé eina leiðin þar sem engin svör fást frá forsvarsmönnum Farvel sem hafa ekki svarað fyrirspurnum þeirra þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir þeirra.Á vef Ferðamálastofu er fólk hvatt til að kanna rétt sinn hjá tryggingarfélögum og kortafyrirtækjum. Þeir sem hafi greitt inn á pakkaferð geti sett fram kröfu í tryggingarfé Farvel hjá Ferðamálastofu en fyrir liggur að kröfur verði ekki greiddar að fullu.
Gjaldþrot Neytendur Tengdar fréttir Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07 Mest lesið Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Innlent Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Erlent Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Erlent Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Innlent Fleiri fréttir Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Sjá meira
Fjöldi Íslendinga í sárum eftir skyndilega lokun íslenskrar lúxusferðaþjónustu Ferðaskrifstofuleyfi Farvel, sem sérhæft hefur sig í lúxusferðalögum á borð við safaríferðir til Afríku og mótorhjólaferðir um Víetnma, hefur verið fellt úr gildi þar sem fyrirtækið hefur ekki skilað inn tryggingu í samræmi við aukin umsvif félagsins. 20. desember 2019 15:07