Enski boltinn

Sch­meichel sagði dómarann hafa leikið hetju er hann dæmdi víta­spyrnuna fyrir Liver­pool í gær

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sch­meichel ræðir við dómara leiksins, Michael Oliver.
Sch­meichel ræðir við dómara leiksins, Michael Oliver. vísir/getty

Kasper Schmeichel, markvörður og fyrirliði Leicester, var allt annað en sáttur með dómarinn Michael Oliver í gær.

Oliver var með flautuna er Leicester og Liverpool mættust í toppslag en hann dæmdi vítaspyrnu á Leicester er boltinn fór í höndina á Caglar Soyuncu.

Hinn danski Schmeichel var ósáttur með dóminn en James Milner skoraði úr vítinu og kom Liverpool í 2-0. Liverpool gekk svo á lagið og lokatölur 4-0.

„Mér finnst að 4-0 hafi verið nokkuð þungt. Við vorum inn í leiknum þangað til dómarinn varð að leika að hetju,“ sagði Schmeichel.







„Við misstum rónna en þeir eru besta lið í heimi á þessu augnabliki, Liverpool og Manchester City. Það eru liðin sem við erum að keppast við að verða.“

„Dermot Gallagher á Sky mun segja að þetta hafi verið frábær ákvörðun og að dómarinn hafi verið hugaður en ég veit ekki hvað hann átti að gera.“

„Höndin liggur niður síðuna á honum og ég veit ekki hvernig hann ætti að bregðast við. Hann hafði millisekúndu,“ sagði Daninn.







Leicester er nú þrettán stigum frá Liverpool.


Tengdar fréttir

Staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool sé að enda

Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×