Staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool sé að enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 10:00 Jordan Henderson og Andy Robertson fagna hér liðsfélaga sínum Trent Alexander-Arnold sem átti stórleik í gær. Getty/Alex Pantling Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira
Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Fagnaði með syni sínum en var vísað af leikvanginum: „Þetta er sonur minn“ Fótbolti Óskar Hrafn: Spurningar sem þarf að svara fyrir næsta leik Fótbolti Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Körfubolti Júlíus: Ógeðslega sætt Fótbolti Leikmenn þurftu að flýja völlinn undan flugeldum Fótbolti Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Enski boltinn Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Íslenski boltinn Fleiri fréttir Vítaspyrna tryggði Leeds öll stigin Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Bauð öllum frían bjór fyrir leik kvöldsins Forest heldur áfram að versla „Getur sungið í sturtunni heima en ekki víst að þú getir gert það á La Scala í Mílanó“ „Enskir úrvalsdeildardómarar eru ekki að fara að dæma á þetta“ Forest fær nýjan markahrók Ekki ógnað eins lítið í tvö og hálft ár Segir vandamálin enn til staðar og spáir Man. Utd tíunda sæti „Ekki trúa öllu sem þið lesið, sérstaklega á netinu“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Sjá meira