Staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool sé að enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 10:00 Jordan Henderson og Andy Robertson fagna hér liðsfélaga sínum Trent Alexander-Arnold sem átti stórleik í gær. Getty/Alex Pantling Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira
Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Fulltrúi Íslands í áfalli eftir aðalfund sem fór í háaloft: „Eins og eldur í púðurtunnu“ Sport Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Enski boltinn Kolli stígur aftur inn í hringinn: „Getur enginn verið ósigraður að eilífu“ Sport Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Þeir bestu (2. sæti): Hæglæti en heljarinnar ferill Íslenski boltinn Þeir bestu (1. sæti): Afrekaði allt Íslenski boltinn „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti „Við sjáum okkur ekki sem körfuboltinn á móti fótboltanum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Heil umferð í Bestu karla og Knicks þarf líflínu Sport Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti Fleiri fréttir Enginn labbaði meira en verðandi leikmaður Man United Arsenal að sækja miðjumann þó það sárvanti framherja Henry segir að Arsenal hafi ekki staðið undir væntingum United niðurlægt í Malasíu Leita til Liverpool að nýjum kollega Hákonar Stuðningsmenn Chelsea köstuðu glösum og stólum í Póllandi „Án Meistaradeildarinnar þurfum við ekki stóran leikmannahóp“ Forstjóri Liverpool þakkar stuðningsmönnum sem hjálpuðu hver öðrum Niðurbrotinn Klopp í sjokki Man City vilja Reijnders áður en HM félagsliða hefst Settu met í töpum en spila í Meistaradeild Evrópu Wirtz vill bara Liverpool og metupphæð komin á borðið Bein útsending: Englandsmeistaratitlinum fagnað í Liverpool Allt klárt fyrir fyrstu kaup Man. Utd í sumar Lokaumferðin í enska: Newcastle hélt Meistaradeildarsætinu Garnacho ekki í hóp Ætlar að biðja stuðningsmennina afsökunar eftir lokaleikinn Sunderland vann milljónaleikinn og komst upp í úrvalsdeildina Salah bestur og Gravenberch besti ungi Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Klopp snýr aftur á Anfield Reka 200 manns eftir tapið fyrir Tottenham Fyrrverandi leikmaður Man. Utd hlaut fjórtán mánaða dóm Var ekki nógu ánægður með Trent Toney í enska hópnum en enginn úr Man. Utd Starf Amorims öruggt Höfnuðu í þriðja sæti en urðu samt meistarar Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Sjá meira