Staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool sé að enda Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. desember 2019 10:00 Jordan Henderson og Andy Robertson fagna hér liðsfélaga sínum Trent Alexander-Arnold sem átti stórleik í gær. Getty/Alex Pantling Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér. Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira
Liverpool lék sér að liðinu í öðru sæti í gærkvöldi og er með yfirburðarforystu í ensku úrvalsdeildinni. Það er því kannski ekkert skrýtið að knattspyrnuspekingar séu farnir að tala um að titilinn sé í höfn þótt að mótið sé bara hálfnað. Liverpool er komið með þrettán stiga forskot á liðið í öðru sæti eftir 4-0 stórsigur á Leicester City í gærkvöldi. Manchester City getur minnkað muninn í ellefu stig í kvöld en Liverpool á líka leik inni á bæði City-liðin. Þeir sem héldu að nýkrýndir heimsmeistarar félagsliða myndu misstíga sig á útivelli á móti skeinuhættu Leicester liði sáu í staðinn ástæðuna fyrir því af hverju Liverpool er að fara að vinna langþráðan Englandsmeistaratitil í vor. Svo er í það minnsta skoðun helsta pistlahöfundar breska ríkisútvarpsins Phil McNulty. Liverpool moved 13 points clear at the top of the #PL with a dominant win over second-placed Leicester City. Report: https://t.co/ukkk3ANXvE#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/erbKp5NhuB— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Phil McNulty skrifar pistil á heimasíðu BBC þar sem hann segir að sigurinn í gær sé staðfesting á því að 30 ára bið Liverpool eftir Englandsmeistaratitlinum sé að fara að enda í vor. „Liverpool vill samt örugglega ekki segja þetta, það hafa verið of mörg skipti þar sem félagið hefur misst naumlega af titlinum á þessum þrjátíu árum,“ skrifaði Phil McNulty en hann segir frammistöðu liðsins í gær vera þá bestu hjá Liverpool liðinu á leiktíðinni. „Leikmenn Liverpool pössuðu sig réttilega á því að segja að það sé nóg eftir og að ekkert sé öruggt. Þeir vilja ekki halda þessu fram en aðrir munu gera það. Það má líka segja þetta með nokkurri fullvissa eftir því hvernig Liverpool liðið vann þennan leik 4-0 og sannaði yfirburði sína,“ skrifaði Phil McNulty. „Þetta var kvöldið þar sem að það varð ljóst að baráttunni um enska meistaratitilinn 2020 er lokið,“ skrifaði Phil McNulty og hélt áfram: „Keppninautar Liverpool, þar á meðal Englandsmeistarar Manchester City, munu halda áfram að berjast en allir mælikvarðar og miskunnarleysi liðsins hans Klopp, segja að það verði aldrei meira en barátta um annað sætið. Til að svo yrði þyrftum við að sjá hrun af óhugsanlegri stærð hjá liði sem hefur gleymt því hvernig er að tapa deildarleik,“ skrifar McNulty. Liverpool do not "feel, think about or mention" the Premier League title. That's according to Jurgen Klopp. More: https://t.co/wcCv46rrxj#bbcfootball#LFCpic.twitter.com/MUtlUA3LdI— BBC Sport (@BBCSport) December 26, 2019 Manchester City getur minnkað forskot Liverpool í ellefu stig með sigri á Úlfunum í kvöld en það má ekki heldur gleyma því að Liverpool á líka leik inni á bæði Manchester City og Leicester. „Þetta þýðir að Liverpool lið, sem hefur aðeins tapað einum deildarleik á árinu 2019 og hefur spilað 34 deildarleiki í röð án þess að tapa þarf líklega að tapa fjórum af síðustu tuttugu leikjum sínum. Þá tökum við ekki inn í jöfnuna að keppinautarnir þurfa á sama tíma að vinna alla sína leiki og það gæti verið erfitt fyrir lið Manchester City og Leicester City sem hafa ekki verið nálægt því að sýna sama stöðugleika og Liverpool liðið á þessari leiktíð,“ skrifar Phil McNulty. Það má finna allan pistil Phil McNulty og af hverju hann talar nú um verðandi Englandsmeistara Liverpool með því að smella hér.
Enski boltinn Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Svarar formanni KKÍ: „Eins og að gráta yfir bensínverði á meðan þú ert á Ferrari“ Körfubolti Fleiri fréttir Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Dyche æfur eftir tapið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Tottenham fær brasilískan bakvörð Sjá meira