Erlent

Metfjöldi morða á árinu í Baltimore

Andri Eysteinsson skrifar
57 af hverjum hundrað þúsund íbúum borgarinnar voru myrtir á árinu.
57 af hverjum hundrað þúsund íbúum borgarinnar voru myrtir á árinu. AP/Jerry Jackson

Í dag var framið morð í Bandarísku borginni Baltimore í Maryland-ríki. Morðið var það 342. á árinu og hafa aldrei verið framin jafn mörg morð miðað við höfðatölu á einu ári í borginni. AP greinir frá.

Um 600.000 manns búa í borginni og voru því um 57 af hverjum hundrað þúsund íbúum borgarinnar myrtir á árinu 2019. Til samanburðar má nefna að í New York, þar sem um 8 milljónir búa, hafa verið framin 306 morð á árinu.

Áður höfðu flest morð miðað við höfðatölu verið framin árið 1993 þegar 353 voru myrtir en á þeim tíma var fólksfjöldi í Baltimore mun hærri en í dag.

Yfir 300 morð hafa verið framin í borginni á hverju ári síðustu fimm ár. 306 voru myrtir árið 2018 og 342, rétt eins og í ár, árin 2015 og 2017.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×