Enski boltinn

Leikmaður Tottenham biðst afsökunar á flugeldalátum á jólanótt

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gleðskapur á heimili Lucas Moura fór aðeins úr böndunum.
Gleðskapur á heimili Lucas Moura fór aðeins úr böndunum. vísir/getty

Lucas Moura, leikmaður Tottenham, hefur beðið nágranna sína afsökunar á að hafa skotið flugeldum á loft á jólanótt.

Brasilíumaðurinn var með gleðskap á heimili sínu á aðfangadagskvöld. Hann stóð yfir langt fram á nótt og klukkan tvö eftir miðnætti var flugeldum skotið á loft.

Nágrannar Moura kvörtuðu undan hávaða og í samtali við The Sun sagðist einn þeirra ekki hafa getað sofnað fyrr en klukkan þrjú.

„Þetta stóð yfir í næstum því klukkutíma. Lætin voru mikil. Þetta var eins og sprengja hefði sprungið á stríðssvæði,“ sagði nágranninn.

Moura baðst afsökunar á látunum og alla þá sem urðu fyrir óþægindum vegna þeirra.

Moura var í byrjunarliði Tottenham í 2-1 sigrinum á Brighton í ensku úrvalsdeildinni á öðrum degi jóla. Spurs mætir Norwich City klukkan 17:30 í dag.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×