Erlent

Minnst sex látnir eftir skotárás í sjúkrahúsi í Tékklandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Gífurlegur viðbúnaður var í Ostrava.
Gífurlegur viðbúnaður var í Ostrava. EPA/LUKAS KABON

Uppfært 9:30

Umfangsmikil leit hófst í Tékklandi í morgun eftir að maður hóf skothríð á sjúkrahúsi í borginni Ostrava. Maðurinn skaut minnst sex til bana og flúði af vettvangi. Einhverjir eru særðir eftir árásina en upplýsingar eru enn á reiki.Lögreglan segist hafa fundið manninn í bíl hans og hann hafi skotið sig áður en hægt var að handtaka hann.Andrej Babis, forsætisráðherra Tékklands, segir árásina hafa byrjað á biðstofu þar sem árásarmaðurinn hafi gengið upp að fólki að skotið það í höfuðið með skammbyssu.Samhliða leitinni jók lögreglan öryggisgæslu víða í borginni og víðar í Tékklandi. Þá segir lögreglan að lögregluþjónar hafi verið komnir á vettvang fimm mínútum eftir að fyrstu skotunum var hleypt af.Lögreglan bað um aðstoð almennings við að finna árásarmanninn og ssagði hann aka gráum Renault Laguna. Fólki hafði þó verið ráðlagt að nálgast hann ekki, þar sem hann hafi líklegast enn verið vopnaður og hættulegur. Lögreglan hafði áður birt mynd af manni í rauðum jakka og sagt hann vera árásarmanninn. Seinna var hann sagður vera vitni og vildi lögreglan ná tali af honum.Mynd af árásarmanninum var birt af lögreglunni.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.