Erlent

Suu Kyi fyrir dóm í Haag

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels.
Aung San Suu Kyi, ríkisráðgjafi Mjanmars og handhafi friðarverðlauna Nóbels. Vísir/AP

Aung San Suu Kyi, þjóðarleiðtogi Mjanmar og handhafi friðarverðlauna Nóbels, mætti fyrir Alþjóðadómstólinn í Haag í dag þar sem þjóðarmorðsásakanir á hendur mjanmörskum stjórnvöldum voru teknar fyrir vegna aðgerða hersins gegn þjóðflokki Róhingja.Aboubacarr Tambadou, dómsmálaráðherra Gambíu, sækir málið fyrir hönd tuga ríkja og sagði þúsundir hafa farist í aðgerðum mjanmarska hersins.„Við viljum ekki einungis vernda réttindi Róhingja heldur einnig okkar eigin sem aðilar að sáttmálanum um ráðstafanir gegn og refsingar fyrir hópmorð og viljum að Mjanmar standi við skuldbindingar sínar um að hvorki fremja né hvetja til þjóðarmorðs,“ sagði Tambadou.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.