Erlent

Hafa fundið brak og líkamsleifar

Samúel Karl Ólason skrifar
Ekki hefur verið staðfest að brakið sé úr flugvélinni sem týndist, samkvæmt frétt BBC, en það þykir mjög líklegt að svo sé.
Ekki hefur verið staðfest að brakið sé úr flugvélinni sem týndist, samkvæmt frétt BBC, en það þykir mjög líklegt að svo sé. EPA/Flugher Chile

Leitarsveitir hafa fundið brak og líkamsleifar í hafinu við suðurskautið. Talið er að brakið og líkamsleifarnar séu úr herflugvél frá Chile en samband við vélina rofnaði skömmu eftir flugtak fyrir í vikunni. 38 voru um borð og var ferðinni heitið til einnar af herstöðvum Chile á suðurskautinu.

Búið er að finna hjól, hluta úr löndunarbúnaði flugvélarinnar og hluta úr búk hennar. Ekki hefur verið staðfest að brakið sé úr flugvélinni sem týndist, samkvæmt frétt BBC, en það þykir mjög líklegt að svo sé.Sjá einnig: Enn ekkert spurst til flugvélarinnarUm borð í flugvélinni voru þrír hermenn, tveir verktakar sem voru að fara til vinnu á herstöð Chile á Suðurskautinu, einn háskólanemi og aðrir um borð voru í flugher Chile. Um er að ræða 21 farþega og 17 í áhöfn.

Umfangsmikil leit hófst skömmu eftir að samband við vélina tapaðist og taka nokkrar þjóðir Suður-Ameríku þátt í henni. Talið er að flugvélin hafi hrapað í hafið en veður á svæðinu var gott.


Tengdar fréttir

38 saknað eftir að herflugvél hvarf af ratsjám

Herflugvél frá Chile hvarf í nótt með þrjátíu og átta manns innanborðs þegar vélin var á leið til Suðurskautslandsins. Sautján voru í áhöfn vélarinnar og tuttugu og einn farþegi.

Enn ekkert spurst til flugvélarinnar

Enn hafa engar borist af Hercules-flugvél frá Chile sem hvarf á leiðinni til Suðurlandsskautsins í gærkvöldi. 38 voru um borð í flugvélinni en gert er ráð fyrir að hún hafi hrapað.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.