Í haldi vegna yfirgefnu barnanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 12:59 Börnin fundust yfirgefin í götunni Park Allé í Árósum. Østjyllands Politi Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis. Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Einn er í haldi lögreglu í Árósum í tengslum við mál tveggja ungra barna sem fundust yfirgefin í borginni á laugardag. Lögregla handtók tvo til viðbótar en þeim hefur verið sleppt. Vegfarandi sem gekk fram á börnin lýsir því að þau hafi verið upplitsdjörf og klædd í fín og heil föt. Þá geti það varla verið að börnin hafi staðið lengi yfirgefin úti á götu. Lögreglu grunar að börnin, sem talin eru vera frá Afganistan, hafi komið til Danmerkur í fylgd fólks sem dvelur, eða hefur dvalið, ólöglega í landinu. Þá hafi verið rætt við nokkrar manneskjur sem kunni að tengjast börnunum. Foreldrar þeirra hafa þó enn ekki fundist og þá hefur ekki fengist staðfest hvort börnin tengist fjölskylduböndum. Danska ríkisútvarpið DR ræðir við tvo menn, vinina Claus Vitved og Jens Andersen, sem gengu fram á börnin um klukkan hálf sjö síðdegis á laugardag. Vitved lýsir því að þeir hafi í raun verið komnir fram hjá börnunum þegar hann fékk bakþanka og ákvað að huga að þeim. Drengurinn er talinn um tveggja og hálfs árs en stúlkan er ársgömul. Vitved segir að drengurinn hafi verið að sniglast í kringum barnavagn sem stúlkan var í. Bæði hafi börnin litið vel út, virst vel upplögð og verið klædd í fín og heil föt. „Honum [drengnum] var mjög umhugað um litlu systur og gaf henni snuð. Ég held að það geti ekki verið að börnin hafi staðið þarna lengi, vegna þess að smábörn verða pirruð ef þau eru látin standa í tvo tíma.“ Vinirnir reyndu í kjölfarið að finna foreldra barnanna en án árangurs. Að endingu var hringt á lögreglu og börnunum síðar komið fyrir hjá barnaverndaryfirvöldum. Þar dvelja þau nú í góðu yfirlæti, að sögn lögreglu. Boðað hefur verið til blaðamannafundar vegna málsins í Árósum nú síðdegis.
Danmörk Tengdar fréttir Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Kom ekki á teppið Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir „Við getum gert það sem við viljum“ Viti ekki hvað er í samningi NATO sem semji ekki fyrir hönd Grænlands Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Sendi Evrópu tóninn: „Þú mótar ekki nýja heimsmynd með eintómum orðum“ Draumur Trumps um „Rivíeru Mið-Austurlanda“ lifir enn Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Sjá meira
Lýst eftir foreldrum yfirgefinna barna í Danmörku Lögreglan á Austur-Jótlandi hafa enn ekki fundið foreldra eða aðra ættingja tveggja ungra barna sem fundust í gær í götunni Park Allé í miðborg Árósa. Lögreglan birti í dag myndir af börnunum, eins árs gamalli stelpu og tveggja og hálfs árs gömlum stráki. 15. desember 2019 16:30
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“