Enski boltinn

Sextán ára framherji Lyon eftirsóttur af stærstu liðum Englands

Anton Ingi Leifsson skrifar
Cherki eftir að hafa skrifað undir samning við Lyon.
Cherki eftir að hafa skrifað undir samning við Lyon. vísir/getty
Liverpool, Manchester City og Manchester United eru talin fylgjast með hinum sextán ára framherja Lyon, Mathis Rayan Cherki, sem hefur slegið í gegn þrátt fyrir ungan aldur.

Mathis Rayan Cherki kom til Lyon sjö ára gamall og hefur komið þaðan í gegnum unglingastarfið en í júlí skrifaði hann svo undir samning til ársins 2022.

Hann hefur nú þegar fengið frumfraun sína í bæði frönsku úrvalsdeildinni og Meistaradeildinni. Hann spilaði gegn Dijon í október og í lok síðasta mánaðar kom hann inn á í tapi gegn Zenit í Meistaradeildinni.







Risarnir þrír á Englandi eru taldir fylgjast vel með gangi mála hjá þessum afar efnilega framherja sem á þó enn eftir að skora sitt fyrsta mark í aðalliðs bolta.

Hann hefur leikið tvo leiki fyrir U16-ára lið Frakka en ekki tekist að skora. Hann er ættaður frá Alsír.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×