Tólf daga þolraun í óbyggðum Ástralíu á enda Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. desember 2019 10:04 Tamra McBeath-Riley og hundur hennar, sem var með í för. Mynd/Lögreglan á Norðursvæði Ástralíu. Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram. Ástralía Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira
Björgunarsveitir í Ástralíu björguðu um helgina konu sem hafði verið týnd í óbyggðum Ástralíu í hátt í tvær vikur. Konan lifði af með því að borða kex og drekka vatn úr nærliggjandi vatnsbóli. Ferðafélagar hennar eru enn týndir. Þann 19. nóvember síðastliðinn lögðu hin 52 ára gamla Tamra McBeath-Riley og ferðafélagar hennar, Claire Hockridge og Phu Tran á stað í bíltúr frá Alice Springs í Norðursvæði Ástralíu. Á leiðinni festu þau bíl sínn í árfarvegi Hugh-árinnar.Ekki gekk að losa bílinn en McBeath-Riley sagði við fréttamenn fyrir utan spítalann í Alice Springs að hún og ferðafélagar hennar hafi reynt að losa bílinn í þrjá daga, án árangurs.Þeim tókst að grafa undan bílnum og þar gátu þau dvalið yfir heitasta tíma dagsins, á nóttunni sváfu þau í bílnum. Fyrstu dagana gátu þau drukkið vatn sem þau höfðu meðferðis auk þess sem að þau gátu borðað kex og núðlur sem þau höfðu gripið með.Áður en langt um leið voru birgðirnar hins vegar búnar. Þeim til happs fundu þau vatnsból og gátu þau soðið vatnið úr því og drukkið. Skiptu liði í von um björgun Eftir nokkra daga ákvaðu þau að skipta liði í von um að finna aðstoð. Tran og Hockridge ákváðu að labba eftir veginum en McBeath-Riley vildi ekki skilja hund hennar sem var meðferðis eftir. Beið hún því átekta í bílnum. Tólf dögum eftir að bíltúrinn hófst fann lögregla bílinn en þyrlubjörgunarsveitir komust á sporið eftir að hafa fengið ábendingu um að hjólför hafi sést á svæðinu í grennd við þar sem McBeath-Riley fannst að lokum.Fannst hún í um 1,5 kílómetra fjarlægð frá bílnum og var hún færð á sjúkrahús. Búist er við að hún muni ná sér að fullu.„Hún ákvað að halda sig þar sem vatnið var, hún hefur drukkið það og það er líklega það sem hefur haldið lífinu í henni,“ sagði lögreglustjóri Norðursvæðisins í samtali við fréttamenn.Í frétt BBCkemur ekki fram hvort að hundur hennar hafi einnig fundist á lífi. Ferðafélagar hennar hafa ekki fundist en leit að þeim heldur áfram.
Ástralía Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Segjast hafa myrt átta sæfarendur til viðbótar FDA samþykkir tvö ný lyf gegn ónæmum lekandabakteríum Sjá meira