Erlent

Nánara samstarf Rússa og Kínverja

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Ný og risavaxin leiðsla sem flytur jarðgas frá Rússlandi til Kína var tekin í notkun í dag. Leiðslan er rúmlega sex þúsund kílómetra löng og mun flytja 38 milljarða rúmmetra jarðgass til Kína á hverju ári.

Þetta skref þykir til marks um sífellt nánara samband Rússlands og Kína en bæði ríkin eiga nú í erfiðum deilum við Bandaríkin.

Forseti Kína hafði þetta að segja við opnunarathöfnina í dag: „Jarðgasleiðslan til austurs er verkefni sem er táknrænt fyrir mikilvægi samvinnu Kína og Rússlands og það er einnig ímynd samvinnu sem gagnast báðum aðilunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×