Fótbolti

Sjáðu viðbrögð Mateos Messi þegar pabbi hans fékk Gullboltann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lionel og Mateo Messi.
Lionel og Mateo Messi. vísir/getty
Lionel Messi fékk Gullboltann (Ballon d'Or) í sjötta sinn í gær.Messi mætti til Parísar með konu sinni, Antonelli Roccuzzo, og tveimur elstu sonum þeirra hjóna, Thiago og Mateo.Hinn fjögurra ára Mateo var vægast sagt kátur þegar pabbi hans var kallaður upp á svið til að taka við Gullboltanum.Stórskemmtileg viðbrögð stráksins má sjá hér fyrir neðan.Messi fékk Gullboltann einnig 2009, 2010, 2011, 2012 og 2015. Enginn hefur fengið Gullboltann oftar en argentínski snillingurinn.Virgil van Dijk varð annar í kjörinu og Cristiano Ronaldo þriðji.


Tengdar fréttir
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.