Fótbolti

Messi fékk Gullboltann í sjötta sinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Besti fótboltamaður í heimi 2019, Lionel Messi.
Besti fótboltamaður í heimi 2019, Lionel Messi. vísir/getty
Lionel Messi, leikmaður Barcelona og argentínska landsliðsins, fékk Gullboltann (Ballon d'Or) í sjötta sinn á ferlinum í kvöld. Enginn hefur fengið Gullboltann oftar en Argentínumaðurinn.

Virgil van Dijk varð annar í kjörinu og Cristiano Ronaldo þriðji en þetta er í fyrsta sinn síðan 2010 sem hann er ekki í 1. eða 2. sæti í kjörinu. Ronaldo hefur fimm sinnum fengið Gullboltann, síðast fyrir tveimur árum.Messi varð marka- og stoðsendingakóngur spænsku úrvalsdeildarinnar sem Barcelona vann á síðasta tímabili. Hann hefur skorað 54 mörk á þessu ári.Þetta er í fyrsta sinn í fjögur ár sem Messi fær Gullboltann. Hann fékk hann einnig 2009, 2010, 2011, 2012 og 2015.Matthijs de Ligt fékk Kopa bikarinn sem er veittur besta leikmanni heims undir 21 árs. Jadon Sancho varð í 2. sæti og Joao Felix í því þriðja.Alisson fékk Yachine bikarinn sem er veittur besta markverði heims. Marc-André ter Stegen varð annar í kjörinu og Ederson þriðji.Tíu efstu í kjörinu um Gullboltann:

1. Lionel Messi - Barcelona og Argentína

2. Virgil van Dijk - Liverpool og Holland

3. Cristiano Ronaldo - Juventus og Portúgal

4. Sadio Mané-  Liverpool og Senegal

5. Mohamed Salah - Liverpool og Egyptaland

6. Kylian Mbappé - PSG og Frakkland

7. Alisson Becker - Liverpool og Brasilía

8. Robert Lewandowski - Bayern München og Pólland

9. Bernardo Silva - Man. City og Portúgal

10. Riyad Mahrez - Man. City og Alsír

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.