Fótbolti

Rapinoe fékk Gullboltann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Megan Rapinoe, besti leikmaður heims 2019.
Megan Rapinoe, besti leikmaður heims 2019. vísir/getty

Megan Rapinoe fékk Gullboltann (Ballon d'Or) sem er veittur besta leikmanni heims.


Þetta er í annað sinn sem Gullboltinn er veittur í kvennaflokki. Í fyrra fékk hin norska Ada Hegerberg Gullboltann.

Lucy Bronze, leikmaður Evrópumeistara Lyon og enska landsliðsins, varð önnur í kjörinu og Alex Morgan, leikmaður Orlando Pride og bandaríska landsliðsins, þriðja.

Rapinoe varð heimsmeistari með Bandaríkjunum í sumar. Hún var valin besti leikmaður HM og var ein þriggja markahæstu leikmanna mótsins.

Rapinoe leikur með Reign FC í heimalandinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.