Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Atli Ísleifsson skrifar 3. desember 2019 10:48 Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, eftir þingflokksfund Jafnaðarmannaflokksins fyrr í dag. epa Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Antti Rinne, forsætisráðherra Finnlands og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, hefur sagt af sér embætti eftir einungis um hálft ár í embætti. Hann gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. Miðflokkurinn, sem er einn fimm flokka í samsteypustjórn Rinne, greindi frá því í gærkvöldi að flokkurinn treysti Rinne ekki lengur til að leiða ríkisstjórn. Harðar deilur hafa verið á finnskum vinnumarkaði síðustu vikurnar og hafa þær nú haft áhrif á sjálft stjórnarsamstarfið. Antti Kurvinen, leiðtogi Miðflokksins, segir að flokkurinn hafi í þrígang komið því á framfæri að þingflokkurinn vantreysti forsætisráðherranum. Þingflokkar Jafnaðarmannaflokksins og Miðflokksins funduðu hver í sínu lagi í morgun og um hádegisbil að staðartíma greindi skrifstofa forseta svo frá því að von væri á Rinne til að biðjast lausnar. Finnskir fjölmiðlar segja líklegt að samgönguráðherrann og varaformaður Jafnaðarmannaflokksins, hin 33 ára Sanna Marin, verði næsti forsætisráðherra landsins. Hún hefur sjálf sagst reiðubúin að axla ábyrgð.Sanna Marin samgönguráðherra.GettyÁtök á vinnumarkaði Átökin á vinnumarkaði sem hafa ný leitt til afsagnar Rinne snúa að starfsmönnum finnska póstsins, en til stóð færa sjö hundruð starfsmenn póstsins sem vinna við það að flokka böggla, til dótturfélags sem myndi leiða til lækkunar launa umræddra starfsmanna. Verkföll þessara starfsmanna og ýmis samúðarverkföll leiddu til þess að röskun varð á ýmsum sviðum finnsks samfélags í nokkrar vikur. Samkomulag náðist þó í deilunni um miðja síðustu viku. Ráðherrann Sirpa Paatero, sem fer með málefni póstins, sagði af sér í síðustu viku. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum.
Finnland Tengdar fréttir Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Mæla hiklaust með lyfinu á meðgöngu ef þörf þykir á Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Trump ávarpar allsherjarráðið Hefðu getað sett símkerfi New York á hliðina Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Íbúar í Kína og Hong Kong búa sig undir Ragasa „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Frakkar viðurkenna Palestínu en Ísrael fordæmir „pólitískan sirkús“ Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Kastrup lokað vegna drónaflugs Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Ætla að tengja paracetamol við einhverfu Segir Pólverja ekki muna hika við að skjóta „hluti“ niður Byrjaðir að kenna hvor öðrum um stöðvun ríkisreksturs Til í viðræður en mun aldrei láta kjarnorkuvopnin af hendi „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Fyrirgefur morðingjanum Bein útsending: Minningarathöfn Charlie Kirk Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Trump og Vance ávarpa minningarathöfn Charlie Kirk Búast við því að Bretar viðurkenni sjálfstæði Palestínu í dag Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Sjá meira
Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53